Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Samstarfsfyrirtæki

Samstarfsaðild að Markaðsstofu Vesturlands

Markaðsstofa Vesturlands ehf. (MSV) er samstarfsvettvangur til að vinna að ímynd, kynningu og markaðssetningu á áfangastaðnum Vesturlandi og því sem þar er í boði að sjá og upplifa.
Starfsemi MSV byggir á stefnumótun sem unnin er og sett fram í Áfangastaðaáætlun Vesturlands með samtali íbúa, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Vesturlandi.
Hlutverk Markaðsstofu Vesturlands er að halda utan um og sinna markaðsmálum og opinberri kynningu á áfangastaðnum Vesturlandi.
Markaðsstofan er líka samstarfsvettvangur við hagaðila ferðaþjónustunnar á Vesturlandi hvað varðar markaðs- og kynningarmál.
MSV starfar með markaðsstofum í öðrum landshlutum og er formlegur samstarfsaðili Íslandsstofu og Ferðamálastofu varðandi markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem áfangastað.

Hverjir geta gerst samstarfsaðilar MSV?

- Starfandi ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi

- Sveitarfélög á Vesturlandi og stofnanir þeirra

- Stuðnings- og hagaðilar að uppbyggingu ferðaþjónustu á Vesturlandi