Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Búkalú á Söguloftinu

8. október kl. 21:00-23:00

Upplýsingar um verð

3900 krónur

Búkalú - glæsisýning Margrétar Maack snýr aftur eftir barnsburð, heimsfaraldur og gott hlé. Söguloft Landnámssetursins breytist í kabarettklúbb eina kvöldstund. Þetta er í annað sinn sem Búkalú kemur til Borgarness, með nýjum skemmtikröftum og nýjum atriðum. Með í för eru bestu, skemmtilegustu, fegurstu og fyndnustu kabarettlistamenn landsins ásamt erlendum gestum. Sýningin blandar saman burleski, kabarett, dragi og sirkus svo úr verður einstakur fullorðinskokkteill.

Fram koma:
Hæfileikaturninn Tom Harlow - Miss Burlesque Scotland 2019
Kabarettan Bibi Bioux
Sirkusfolinn Daniel Pilkington
Burleskmærin Kitty Curv
og Margrét Erla Maack, burleskdrottning Íslands.

Sýningin er bönnuð innan 20 ára og hentar ekki þeim sem hræðast undur mannslíkamans. Hún hentar einstaklega vel fólki sem tekur lífinu létt, en fíflagangi grafalvarlega. 

 

 

GPS punktar

N64° 32' 8.329" W21° 55' 23.198"

Staðsetning

Landnámssetrið

Sími