Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Lopapeysan 2023 Akranesi

1. júlí kl. 22:00

Upplýsingar um verð

7.990

Lopapeysan verður að venju ein risastór veisla þar sem þorri íslenskrar tónlistarsenu kemur saman á einu kvöldi. Dagskráin hefst með Brekkusöng við Akranesvöll kl:20:30 og að honum loknum opnar Lopapeysusvæðið kl:22:00 með stútfullri dagskrá á tveimur sviðum.

Lopapeysan var fyrst haldin í tilefni írskra daga árið 2004 og verður því 20 ára á næsta ári. Viðburðurinn hefur alltaf verið haldinn á sama stað við Akraneshöfn í gamalli sementsskemmu og risatjaldi fyrir utan hana. Á afgirtu útisvæði eru veitinga tjöld með börum, matarvögnum og annarri afþreyingu. Hátíðin varð fullvaxta frá fyrsta degi og hefur togað til sín þúsundir ár hvert.

Miðapantanir á Tix.is 

Hér er dagskrá Lopapeysunnar, en hún á eftir að stækka þegar nær dregur.
Stuðlabandið
Ragga Gísla
Diljá
Friðrik Dór
Páll Óskar
Stefán Hilmarsson
Jón Jónsson
Ingi Bauer
Bríet
Steindi Jr
Auddi Blö
Herra Hnetusmjör
Silent Disco
Brekkusöngur Magnús Kjartan

Hlökkum til að sjá þig.

ATH! 18 ára aldurstakmark er á hátíðina

GPS punktar

N64° 18' 56.566" W22° 4' 55.345"

Staðsetning

Akranes