Málþing um álfa og huldufólk
Hjálmaklettur, Borgarnesi – 4. október 2025
Flutt verða stutt erindi frá ólíkum sjónarhornum sjáenda, fræðafólks, listafólks og almennings. Að loknum erindum fer fram samtal við þátttakendur um þennan óáþreifanlega hluta menningararfsins.
Þátttakendur fá einstakt tækifæri til að hafa áhrif á og sameinast um að varðveita og halda þessum arfi lifandi fyrir komandi kynslóðir.
Dagskrá
Húsið opnar kl. 09:45
10:15 – Álfastund sett
-
Undrun, töfrar og auðlindir
Bryndís Fjóla Pétursdóttir, völva og stofnandi Huldustígs ehf. -
Angan álfheima
Hraundís Guðmundsdóttir, skógfræðingur, ilmolíufræðingur og eimari -
Lífssýn Erlu Stefánsdóttur
Bergþóra Andrésdóttir, bóndi, jógakennari og náttúruunnandi -
Eykur þekking á hulduheimum virðingu fyrir náttúru landsins?
Gígja Árnadóttir, heldri borgari
12:15 – 13:00 Hádegishlé
Súpuhlaðborð að hætti Hótel Vesturlands, kaffi og spjall
13:00 – Erindi síðdegis
-
Tilurð verksins Hulið
Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðslistakona -
Álfasögur Ólafs í Purkey og eldri heimildir um huldufólk
Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofu -
Hidden People and Hidden Things: Nature is More Than We Can See
(fyrirlestur á ensku)
Ole Martin Sandberg, heimspekingur við Háskóla Íslands
14:15 – Kaffi & kruðerí
14:30 – Umræður / vinnustofur
Þverfagleg stefnumótun, framtíðarsýn og ályktun skrifuð.
Umsjón: Bryndís Fjóla Pétursdóttir
15:30 – Álfastund slitið
Hagnýtar upplýsingar
-
Miðaverð: 7.400 kr.
Innifalið: súpuhlaðborð og brauð, ásamt kaffi og kruðeríi. -
Miðasala: www.tix.is
-
Styrktaraðili: Uppbyggingarsjóður Vesturlands