Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Náttúra

Öndverðarnes
Snæfellsjökulsþjóðgarður
Hraunfossar
Fossar

Á Vesturlandi má finna fallega fossa af ýmsum stærðum og gerðum, þar á meðal Glym sem er hæsti aðgengilegi foss landsins og náttúruperluna Hraunfossa. 

Fuglaskoðun

Strendur og grunnsævi Vesturlands draga að sér mikinn fjölda sjófugla og vaðfugla, sem setja sterkan svip á fuglalíf landshlutans. 
Af 75 íslenskum fuglategundum verpa um 60 árlega á Vesturlandi. Að auki fara fimm tegundir svokallaðra fargesta um svæðið í þúsundatali að vori og hausti á leið sinni til og frá varpstöðvum á Grænlandi og Kanada. 
Haförninn má sjá um allt Vesturland en aðalheimkynni hans eins og dílaskarfs og toppskarfs eru við Breiðafjörð. Á meðal annarra athyglisverðra tegunda má nefna brandönd og blesgæs í Borgarfirði, flórgoða og skeiðönd í Staðarsveit og bjargfugla og kríu á utanverðu Snæfellsnesi. Í siglingum frá Stykkishólmi má komast í návígi við marga af sjófuglunum.

Dýralíf

Vesturland er ríkt af sérstæðu landslagi og náttúru. Þar er fjölbreytt náttúrufegurð, fjöll, dalir, fjörur, eyjar, veiðiár, vötn og fossar, auk þess sem þar eru mörg náttúruvætti og friðlönd. Fjölskrúðugt lífríki byggist á margbreytileika í jarðfræði svæðisins þar sem má finna jarðminjar frá öllum skeiðum í jarðsögu landsins. Dýralíf er þar fjölbreytt og má finna óteljandi fuglategundir, hvali, seli og íslensku tófuna ef heppnin er með í för. 

 

Húsafell Giljaböð
Náttúrulaugar

Fátt er notalegra en að slaka á í heitri laug úti í náttúrunni. Ísland er ríkt af náttúrulaugum af ýmsum stærðum og gerðum og þær fyrirfinnast um allt land. Í mörgum þeirra er hægt að baða sig í en aðrar eru ýmist of heitar eða friðaðar.  

Snæfellsjökull
Fjöll og gígar

Á Vesturlandi má finna há og tignarleg fjöll og jökla og fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi. Hæsta fjall Vesturlands er Eiríksjökull 1.675 m og fast á eftir fylgir Snæfellsjökull 1.446 m.