Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Breytingar á norðurlóðum

5. september

Sýningin er sett upp í samstarfi við rannsóknarhópinn Changes on Northern Shores (CNS). Hópurinn samanstendur af listamönnum og vísindafólki sem á það sameiginlegt að vinna að því að varpa ljósi á þær breytingar sem eiga sér stað á Norðurslóðum. Þau tengja saman listir og vísindi og með því leitast hópurinn við að varpa ljósi á hnignun líffræðilegs fjölbreytileika norðurslóða og þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað þar og um leið hvetja til aukinnar umhugsunar um sjálfbærni og umhverfismál.
Í tengslum við sýninguna verður haldið málþing á Listasafni Íslands, Safnahúsi, fimmtudaginn 4. september kl. 15:00. Þar mun listafólk og fræðimenn ræða samtal lista og vísinda. Rætt verður hvernig list- og vísindalegar aðferðir geta mótað og styrkt hver aðra.
Þátttakendur í sýningunni eru þau: Ásthildur Jónsdóttir, Fernando Ugerte, Filipa Samarra, Josefina Posch, Kaisu Koivisto, Liisa Kanerva, Mark IJzerman, Ove Mikal Pedersen, Sara De Clerck, Sébastien Robert, Tiu Similä, Tulle Ruth og Valgerður Hauksdóttir.

GPS punktar

N64° 32' 11.940" W21° 55' 13.328"