Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Grease söngleikurinn í Bíóhöllinni

5. apríl kl. 20:00
Það er alltaf veður fyrir leður, stuð og stemmningu.
Söngleikurinn Grease sem vel flestir ættu að þekkja verður frumsýndur í Bíóhöllinni á Akranesi, föstudaginn 5.apríl undir leikstjórn Einars Viðarssonar og Flosa Einarssonar tónlistarstjóra.
Það er leikhópurinn Melló sem framleiðir sýninguna en þessi góði hópur úr FVA stóð síðast fyrir sýningunni Hlið við Hlið sem sýnt var fyrir fullu húsi fram á síðasta sýningardag.
Við eigum von á frábærri sýningu með einstaklega hæfileikaríkum leikurum, dönsurum og tónlistarfólki í Bíóhöllinni.
 
Sjáumst á söngleiknum Grease í apríl.

GPS punktar

N64° 18' 53.523" W22° 5' 31.846"

Staðsetning

Bíóhöllin Akranesi