Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum.
Viðburðirnir fara fram:
26. september í Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarnesi
30. september í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Grundarfirði
3. október í Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi
26. september í Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarnesi
30. september í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Grundarfirði
3. október í Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi
Slíkar messur hafa verið vinsælar meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna starfsemi sína og krækja sér í „framtíðar“ starfsfólk.
Markmið Starfamessu:
Að kynna fjölbreytt námstækifæri á Vesturlandi
Að kynna fjölbreytt atvinnutækifæri á Vesturlandi.
Að skapa beint samtal milli nemenda og atvinnulífsins.
Að auka meðvitund um hvaða menntun og færni skiptir máli í framtíðarstörfum.
Að virkja nemendur í gegnum ratleik og aðrar gagnvirkar aðferðir.





Markmið messunnar er að gefa gestum innsýn í fjölbreytt störf og starfsleiðir sem finna má innan fyrirtækja og stofnana á svæðinu – með það að leiðarljósi að kveikja áhuga og varpa ljósi á möguleika framtíðarinnar.
Nemendur úr 9. og 10. bekk í grunnskólum á Vesturlandi og nemendur í framhaldsskólum heimsækja starfamessurnar að morgni og svo er opið fyrir almenning á öllum starfamessum milli klukkan 12 og 14.