Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaða- og markaðssvið SSV heldur utan um verkefni sem lúta að þróun, uppbyggingu og gæðum ferðamála á Vesturlandi.
Sviðið samanstendur af starfsemi og verkefnum sem heyra undir Áfangastaðastofu Vesturlands og Markaðsstofu Vesturlands.
Þrír starfsmenn eru fastráðnir á þessu sviði, þ.e. forstöðumaður/fagstjóri, verkefnastjóri markaðsverkefna og verkefnastjóri þróunarverkefna. Einnig eru mörg verkefni unnin í samstarfi og með aðkomu annars starfsfólks SSV, auk þess sem starfsmenn eru ráðnir inn í tímabundin áhersluverkefni þegar svo ber undir.
Starfsárinu er skipt upp í þrjú starfstímabil með mismunandi áherslum og verkefnum. Það eru vorönn og haustönn þar sem unnið er að ýmsum þróunar- og markaðsverkefnum í samstarfi við samstarfsaðila. Á sumarönninni er annar taktur, þá er unnið að áhersluverkefnum í markaðssetningu og kynningu, gagnaöflun og „pop up“ verkefnum sem styðja og efla ferðaþjónustuna á líðandi stund. Þá eru líka sumarfrí og mikið að gera hjá ferðaþjónustuaðilum svo starfsemin er með öðru sniði en á öðrum árstíðum, eins og gengur.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi eiga og reka Markaðsstofu Vesturlands (MSV) og Áfangastaðastofu Vesturlands (ÁSV) og heyra þær undir Áfangastaða- og Markaðssvið SSV (Á&M) en þar er unnið að þróunarverkefnum sem styðja við gæði og framgang ferðamála og markaðssetningu og kynningu á áfangastaðnum Vesturlandi. Áfangastaða- og markaðsstofur allra landshluta vinna einnig náið saman að ýmsum verkefnum til eflingar ferðaþjónustu á landsbyggðinni, auk þess að vera með samstarfssamninga og í virku samtali og samstarfi við Ferðamálastofu, Íslandsstofu og fleiri stoðaðila um eflingu ferðamála á Íslandi. 

Ein af áherslum okkar hjá Á&M er að efla samtal, samráð og samstarf við hagaðila ferðamála á Vesturlandi. Þetta var eitt af áhersluverkefnum í Áfangastaðaáætlun Vesturlands sem höfð er að leiðarljósi í allri vinnu Á&M. Því var ráðist í að stofna Ferðamálaráð Vesturlands sem ráðgefandi stýrihóp til að setja upp farveg fyrir formlegt samráðsferli varðandi áherslur í starfsemi Áfangastaða- og markaðssviðs SSV.

Áfangastaðaáætlun Vesturlands

Áfangastaðaáætlun er stefnumótandi áætlun um áherslur, uppbyggingu og þróun ferðamála á tilteknu landsvæði og skilgreindu tímabili. Áætlunin er gerð að frumkvæði stjórnvalda, en unnin af stoðþjónustu ferðamála á umræddu svæði, í samstarfi við sveitarfélög, heimafólk og hagaðila á hverjum stað.
Áætlunin stuðlar þannig að jákvæðum framgangi ferðamála, samræmdri uppbyggingu innviða og virkri vöruþróun, en er einnig góður grunnur aukinni samkend, samráði og samstarfi.
Fyrsta Áfangastaðaáætlun Vesturlands kom út í upphafi árs 2019 (ÁSÁ.Vest. 2018-2020). Þar er ýtarleg greining á sérstöðu svæðisins og þróun ferðamála í landshlutanum. Sú greining sem þar er stendur enn vel fyrir sínu. Því er hún nýtt áfram sem grunnurinn að þeirri áfangastaðaáætlun sem gefin var út um síðustu áramót og verður höfð að leiðarljósi við þróun og uppbyggingu ferðamála á Vesturlandi næstu þrjú ár 2021-2023.

Áfangastaðastofa Vesturlands

Í framhaldi af gerð Áfangastaðaáætlunar Vesturlands 2018-2020 og stefnumótun stjórnvalda um að efla samræmda og markvissa áfangastaðavinnu í hverjum landshluta, hófst undirbúningar að stofnun Áfangastaðastofu Vesturlands.
Hlutverk áfangastaðastofu er að halda utan um gerð áfangastaðaáætlunar svæðisins og fylgja eftir framgangi á þeim markmiðum, áherslum og verkefnum sem þar eru sett fram.
Áfangastaðastofa Vesturlands (ÁSV) starfar eftir áherslum og markmiðum í gildandi Áfangastaðaáætlun Vesturlands á hverjum tíma. ÁSV sinnir því m.a. verkefnum sem snúa að stefnumótun, framgangi og eflingu ferðamála- og innviðauppbygginar. Einnig samstarfi, samráði og ráðgjöf við heimamenn, fyrirtæki, þjónustuaðila, gesti, stoðþjónustu og opinbera aðila innan ferðaþjónustu. Auk þess sem unnið er að markaðs- og kynningarmálum í samstarfi við hagaðila undir merkjum Markaðsstofu Vesturlands (MSV).
Kjarnastarfsemi Áfangastaðastofu Vesturlands(ÁSV) er því skipt í þrjá meginþætti:
-Áfangastaðaverkefni: verkefni sem snúa að eflingu innviða og ásýndar áfangastaðarins Vesturlands.
-Þróunarverkefni: verkefni sem snúa að eflingu ferðaþjónustu og upplifunar á Vesturland.
-Markaðsverkefni: verkefni sem snúa að ímynd, markaðssetningu og kynningu á áfangastaðnum Vesturlandi.
Unnið er að þessum verkefnum í samstarfi við heimafólk og hagaðila á öllum svæðum á Vesturlandi eftir því sem ástæður og aðstæður eru til hverju sinni. Þessi verkefni geta svo ýmist fallið undir fasta starfsemi ÁSV, verði átaksverkefni eða fallið undir ráðgjöf og stoðþjónustu.

 

Markaðsstofa Vesturlands

ERT ÞÚ MEÐ VIRKAN SAMSTARFSSAMNING VIÐ MARKAÐSSTOFU VESTURLANDS?

Markaðsstofa Vesturlands ehf. (MSV) var stofnuð 2008 á grunni Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands. Hlutverk MSV er að halda utan um og sinna markaðsmálum og opinberri kynningu á áfangastaðnum Vesturlandi. Markaðsstofan er líka samstarfsvettvangur við hagaðila ferðaþjónustunnar í markaðs- og kynningarmálum, þar sem gerðir eru formlegir samtarfssmningar við þá ferðaþjónustuaðila sem starfa á Vestulandi og vilja taka þátt í og leggja sitt að mörkum í þessu opinbera markaðs- og kynningarstarfi með stoðþjónustunni. MSV starfar með markaðsstofum í öðrum landshlutum og er formlegur samstarfsaðili Íslandsstofu og Ferðamálastofu varðandi markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem áfangastað.

Markaðsstofa Vesturlands (MSV) er rekin undir Áfangastaða- og Markaðssviði SSV samhliða Áfangastaðastofu Vesturlands (ÁSV). MSV er alfarið í eigu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).

slide

 

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru hluti af opinberu stoðkerfi ferðamála á Íslandi og starfa hver á sínum landshluta Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi og Reykjanesi auk Höfuðborgarstofu. Sjá vefsíðu: markadsstofur.is

Markaðsstofurnar gera samstarfssamninga og starfa markvisst með hagaðilum ferðamála á sínu svæði. Markaðsstofurnar starfa líka samkvæmt samstarfssamningi með Ferðamálaráðuneytinu, Íslandsstofu og Ferðamálastofu að framþróun ferðamála á Íslandi auk þess að starfa með stjórnsýslu og stoðkerfi ferðamála á landsvísu og í sínu heimahéraði.
Markaðsstofurnar hafa líka með sér mikið samstarf varðandi ýmis málefni sem snúa að markaðs- og ferðamálum sem eflir mjög starfsemi þeirra. Markaðsstofurnar gegna því mikilvægu hlutverki sem samstarfsvettvangur og tengiliður í samstarfi ríkis, sveitarfélaga, ferðaþjónustufyrirtækja og annarra hagaðila um ferðamál og þróun ferðamála landshlutanna til framtíðar.
Markaðsstofurnar bjóða hagaðilum ferðaþjónustunnar á sínu svæði að gera samstarfssamning við viðkomandi markaðsstofu, til að vera formlegur aðili að skipulögðu og samræmdu markaðsstarfi viðkomandi landshluta auk þess sem þeir fá sérstaka kynningu á sinni þjónustu á margaðsmiðlum og í markaðsstarfi við kmandi markaðsstofu.
Það er mjög mikilvægt fyrir allt markaðsstarf landshlutans að þjónustuaðilar sem þar starfa séu samstarfsaðilar markaðsstofunnar og taki virkan þátt í stefnumótun og markaðsstarfi á sínu svæði.
Markaðsstofa Vesturlands hvetur alla þjónustuaðila ferðamála sem starfa á Vesturlandi til að gerast samstarfsaðilar Markaðsstofu Vesturlands.

 

Samstarfsaðild að Markaðsstofu Vesturlands

Markaðsstofa Vesturlands ehf. (MSV) er samstarfsvettvangur til að vinna að ímynd, kynningu og markaðssetningu á áfangastaðnum Vesturlandi og því sem þar er í boði að sjá og upplifa.
Starfsemi MSV byggir á stefnumótun sem unnin er og sett fram í Áfangastaðaáætlun Vesturlands með samtali íbúa, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Vesturlandi.
Hlutverk Markaðsstofu Vesturlands er að halda utan um og sinna markaðsmálum og opinberri kynningu á áfangastaðnum Vesturlandi.
Markaðsstofan er líka samstarfsvettvangur við hagaðila ferðaþjónustunnar á Vesturlandi hvað varðar markaðs- og kynningarmál.
MSV starfar með markaðsstofum í öðrum landshlutum og er formlegur samstarfsaðili Íslandsstofu og Ferðamálastofu varðandi markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem áfangastað.

Hverjir geta gerst samstarfsaðilar MSV? 

  • Starfandi ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi
  • Sveitarfélög á Vesturlandi og stofnanir þeirra
  • Stuðnings- og hagaðilar að uppbyggingu ferðaþjónustu á Vesturlandi

Samstarfsaðilasamningur  

Til að skrá sig í samstarf, smellið á viðeigandi hnapp hér að neðan:

Skráning gististaða

Skráning veitingastaða

Skráning afþreyingaþjónustu

Ferðamálaráð Vesturlands

Starfsreglur fyrir Ferðamálaráð Vesturlands voru samþykktar á stjórnarfundi SSV þann 26.01.2022 – en jafnframt var samþykkt á þeim fundi að kalla til sterkan hóp hagaðila til að sitja í FMRV fyrsta árið og vinna með okkur að stefnumótun og kynningu á starfi ráðsins, þannig að hægt væri að boða til upplýstrar kosningar í ráðið samkvæmt starfsreglunum fyrir áramótin 2022/2023. En reiknað er með að alltaf sé kosið í FMRV fyrir hver áramót, þannig að Ferðamálaráð með nýtt umboð taki til starfa í upphafi hvers árs.

Reiknað er með að 11 fulltrúar sitji í FMRV; þar af sé formaður fulltrúi eigenda Á&M, fjórir fulltrúar séu frá sveitarfélögunum – einn frá hverju starfssvæði og sex fulltrúar séu frá þjónustuaðilum sem eru með virkan samstarfssamning við MSV. Fulltrúar ferðaþjónustunnar skulu jafnframt vera frá öllum svæðum eins og kostur er og jafnframt tilnefndir sem fulltrúar fyrir mismunandi greinar ferðaþjónustunnar eins og listað hefur verið upp í drögum að starfsreglum sem samþykktar hafa verið af stjórn SSV.

Eftirtaldir fulltrúar voru tilnefndir og tóku sæti í Ferðamálaráði Vesturlands – ráðgefandi stýrihóp fyrir Áfangastaða og Markaðsstofu Vesturlands fyrir árið 2022:

Nafn

Fyrirtæki

Fulltrúi

Páll S. Brynjarsson SSV SSV - Eigendur Á&M /MSV - Stjórnarformaður FMRV
Sigrún Ágústa Helgudóttir Akraneskaupstaður Sveitarfélaga / áfangastaðafulltrúi á Suðursvæði
María Neves Borgarbyggð Sveitarfélaga / áfangastaðafulltrúi á Borgarfjarðarsvæði
Heimir Berg Snæfellsbær Sveitarfélaga /áfangastaðafulltrúi á Snæfellsnesi
Jóhanna María Sigmundsdóttir Dalabyggð Sveitarfélaga /áfangastaðafulltrúi í Dölum
Guðný Ester Aðalsteinsdóttir Íslandshótel/Fosshótel Gistiaðilar - allar gerðir gistingar
Brynjar Sigurðsson Hótel Laxárbakki Veitingaaðilar - allar gerðir veitinga
Bjarnheiður Jóhannesdóttir Vínlandssetur/Eiríksstaðir Menning - söfn, setur og sýningar
Jónas Friðrik H Krauma Upplifun og dægradvöl - afþreyingarþjónusta
Ragnhildur Sigurðardóttir Svæðisgarðurinn Snæfellsnes Ferðaskipulag og leiðsögn - gestastofur, upplýsingagjöf og sögufylgd
Helga Margrét Friðriksdóttir Landnámssetur Íslands Skapandi greinar, framleiðsla og sala - listasetur, smásala og vinnustofur

Áfangastaðafulltrúar sveitarfélaganna

Farið er fram á það við öll sveitarfélögin á Vesturlandi að þau tilnefni ákveðinn fulltrúa í sinni stjórnsýslu sem fær það hlutverk að vera tengiliður sveitarfélagsins við ÁSV / MSV

Þessi fulltrúi sveitarfélagsins fær þá nafnbótina „áfangastaðafulltrúi“ og hans hlutverk er að vera í samskiptum við starfsfólk ÁSV / MSV þegar ástæða er til, svara erindum, sinna verkefnum og vera í samráði varðandi málefni sem snerta ferðamál á Vesturlandi.

Samráð og upplýsingamiðlun milli ÁSV / MSV og áfangastaðafulltrúa sveitarfélaganna fer fram með tölvupósti, síma og samráðsfundum

Einnig eru upplýsinga- og samráðsfundir eftir því sem ástæður eru til með einum eða fleiri áfangastaðafulltrúum sveitarfélaganna

Þá eru ýmis gögn sem starfsfólk ÁSV / MSV er að vinna og lúta að stefnumótun, verkefnavinnu og markaðssetningu send út til áfangastaðarfulltrúa til yfirlestrar og álitsgjafar

Auk þess er leitað eftir samráði og samstarfi við hvert sveitarfélag eins og ástæður eru til vegna staðbundinnar verkefnavinnu

Hlutverk áfangastaðafulltrúa er einnig að vera talsmenn sinna sveitarfélaga við stefnumótun, áherslur og verkefni ÁSV & MSV

Einnig standa vonir til þess að áfangastaðafulltrúar geti lagt ÁSV / MSV lið eins og efni og ástæður eru til við þau verkefni sem þar eru unnin og nýtast viðkomandi sveitarfélagi

Áfangastaðafulltrúar sinna líka hlutverki erindreka sem taka við erindum frá ÁSV / MSV sem ætluð eru sveitarfélögunum og sjá til þess að þau komist til skila á réttan stað og fái viðeigandi afgreiðslu í stjórnsýslukerfi viðkomandi sveitarfélags

Áfangastaðafulltrúar sveitarfélaganna geta einnig leitað eftir aðstoð og ráðgjöf frá starfsfólki ÁSV / MSV við verkefni sem verið er að vinna hjá sveitarfélögunum og lúta að uppbyggingu og gæðum ferðamála á Vesturlandi

Einnig er óskað eftir að fjórir áfangastaðafulltrúar sveitarfélaganna sitji í Ferðamálaráði Vesturlands á hverjum tíma, samkvæmt starfsreglum FMRV

Sveitarfélögin á hverju svæði tilnefna fulltrúa svæðisins í FMRV og koma sér saman um skipan þeirra að hverjum tíma

Hvert sveitarfélag skipar sinn áfangastaðafulltrúa og stendur straum af allri þeirri vinnu sem hann innir af hendi og sinnir sem áfangastaðafulltrúi sveitarfélagsins

Komdu í samstarf

Markaðsstofa Vesturlands ehf. (MSV) er samstarfsvettvangur til að vinna að ímynd, kynningu og markaðssetningu á áfangastaðnum Vesturlandi og því sem þar er í boði að sjá og upplifa.
Starfsemi MSV byggir á stefnumótun sem unnin er og sett fram í Áfangastaðaáætlun Vesturlands með samtali íbúa, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Vesturlandi.
Hlutverk Markaðsstofu Vesturlands er að halda utan um og sinna markaðsmálum og opinberri kynningu á áfangastaðnum Vesturlandi.
Markaðsstofan er líka samstarfsvettvangur við hagaðila ferðaþjónustunnar á Vesturlandi hvað varðar markaðs- og kynningarmál.
MSV starfar með markaðsstofum í öðrum landshlutum og er formlegur samstarfsaðili Íslandsstofu og Ferðamálastofu varðandi markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem áfangastað.

Hverjir geta gerst samstarfsaðilar MSV?

  • Starfandi ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi
  • Sveitarfélög á Vesturlandi og stofnanir þeirra
  • Stuðnings- og hagaðilar að uppbyggingu ferðaþjónustu á Vesturlandi

Samstarfsaðilasamningur

Til að skrá sig í samstarf, smellið á viðeigandi hnapp hér að neðan:

Skráning gististaða

Skráning veitingastaða

Skráning afþreyingaþjónustu

Kynningarmyndband

Samstarfsaðild - Markaðsstofa Vesturlands - Leiðbeiningar um skráningu veitingastaða
Samstarfsaðild Veitingar
Samstarfsaðild - Markaðsstofa Vesturlands - Leiðbeiningar um skráningu afþreyingarþjónustu
Samstarf Afþreying
Samstarfsaðild - Markaðsstofa Vesturlands - Leiðbeiningar um skráningu gististaða
Samstarfsaðild Gisting