Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðastofa Vesturlands

Í framhaldi af gerð Áfangastaðaáætlunar Vesturlands 2018-2020 og stefnumótun stjórnvalda um að efla samræmda og markvissa áfangastaðavinnu í hverjum landshluta, hófst undirbúningar að stofnun Áfangastaðastofu Vesturlands.

Hlutverk áfangastaðastofu er að halda utan um gerð áfangastaðaáætlunar svæðisins og fylgja eftir framgangi á þeim markmiðum, áherslum og verkefnum sem þar eru sett fram.

Áfangastaðastofa Vesturlands (ÁSV) starfar eftir áherslum og markmiðum í gildandi Áfangastaðaáætlun Vesturlands á hverjum tíma. ÁSV sinnir því m.a. verkefnum sem snúa að stefnumótun, framgangi og eflingu ferðamála- og innviðauppbygginar. Einnig samstarfi, samráði og ráðgjöf við heimamenn, fyrirtæki, þjónustuaðila, gesti, stoðþjónustu og opinbera aðila innan ferðaþjónustu. Auk þess sem unnið er að markaðs- og kynningarmálum í samstarfi við hagaðila undir merkjum Markaðsstofu Vesturlands (MSV).

Kjarnastarfsemi Áfangastaðastofu Vesturlands(ÁSV) er því skipt í þrjá meginþætti:
-Áfangastaðaverkefni: verkefni sem snúa að eflingu innviða og ásýndar áfangastaðarins Vesturlands.
-Þróunarverkefni: verkefni sem snúa að eflingu ferðaþjónustu og upplifunar á Vesturland.
-Markaðsverkefni: verkefni sem snúa að ímynd, markaðssetningu og kynningu á áfangastaðnum Vesturlandi.
Unnið er að þessum verkefnum í samstarfi við heimafólk og hagaðila á öllum svæðum á Vesturlandi eftir því sem ástæður og aðstæður eru til hverju sinni. Þessi verkefni geta svo ýmist fallið undir fasta starfsemi ÁSV, verði átaksverkefni eða fallið undir ráðgjöf og stoðþjónustu.