Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Vesturlands

ERT ÞÚ MEÐ VIRKAN SAMSTARFSSAMNING VIÐ MARKAÐSSTOFU VESTURLANDS?

Markaðsstofa Vesturlands ehf. (MSV) var stofnuð 2008 á grunni Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands. Hlutverk MSV er að halda utan um og sinna markaðsmálum og opinberri kynningu á áfangastaðnum Vesturlandi. Markaðsstofan er líka samstarfsvettvangur við hagaðila ferðaþjónustunnar í markaðs- og kynningarmálum, þar sem gerðir eru formlegir samtarfssmningar við þá ferðaþjónustuaðila sem starfa á Vestulandi og vilja taka þátt í og leggja sitt að mörkum í þessu opinbera markaðs- og kynningarstarfi með stoðþjónustunni. MSV starfar með markaðsstofum í öðrum landshlutum og er formlegur samstarfsaðili Íslandsstofu og Ferðamálastofu varðandi markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem áfangastað.

Markaðsstofa Vesturlands (MSV) er rekin undir Áfangastaða- og Markaðssviði SSV samhliða Áfangastaðastofu Vesturlands (ÁSV). MSV er alfarið í eigu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).

slide

 

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru hluti af opinberu stoðkerfi ferðamála á Íslandi og starfa hver á sínum landshluta Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi og Reykjanesi auk Höfuðborgarstofu. Sjá vefsíðu: markadsstofur.is

Markaðsstofurnar gera samstarfssamninga og starfa markvisst með hagaðilum ferðamála á sínu svæði. Markaðsstofurnar starfa líka samkvæmt samstarfssamningi með Ferðamálaráðuneytinu, Íslandsstofu og Ferðamálastofu að framþróun ferðamála á Íslandi auk þess að starfa með stjórnsýslu og stoðkerfi ferðamála á landsvísu og í sínu heimahéraði.
Markaðsstofurnar hafa líka með sér mikið samstarf varðandi ýmis málefni sem snúa að markaðs- og ferðamálum sem eflir mjög starfsemi þeirra. Markaðsstofurnar gegna því mikilvægu hlutverki sem samstarfsvettvangur og tengiliður í samstarfi ríkis, sveitarfélaga, ferðaþjónustufyrirtækja og annarra hagaðila um ferðamál og þróun ferðamála landshlutanna til framtíðar.
Markaðsstofurnar bjóða hagaðilum ferðaþjónustunnar á sínu svæði að gera samstarfssamning við viðkomandi markaðsstofu, til að vera formlegur aðili að skipulögðu og samræmdu markaðsstarfi viðkomandi landshluta auk þess sem þeir fá sérstaka kynningu á sinni þjónustu á margaðsmiðlum og í markaðsstarfi við kmandi markaðsstofu.
Það er mjög mikilvægt fyrir allt markaðsstarf landshlutans að þjónustuaðilar sem þar starfa séu samstarfsaðilar markaðsstofunnar og taki virkan þátt í stefnumótun og markaðsstarfi á sínu svæði.
Markaðsstofa Vesturlands hvetur alla þjónustuaðila ferðamála sem starfa á Vesturlandi til að gerast samstarfsaðilar Markaðsstofu Vesturlands.