Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðafulltrúar sveitarfélaganna

Farið er fram á það við öll sveitarfélögin á Vesturlandi að þau tilnefni ákveðinn fulltrúa í sinni stjórnsýslu sem fær það hlutverk að vera tengiliður sveitarfélagsins við ÁSV / MSV

Þessi fulltrúi sveitarfélagsins fær þá nafnbótina „áfangastaðafulltrúi“ og hans hlutverk er að vera í samskiptum við starfsfólk ÁSV / MSV þegar ástæða er til, svara erindum, sinna verkefnum og vera í samráði varðandi málefni sem snerta ferðamál á Vesturlandi.

Samráð og upplýsingamiðlun milli ÁSV / MSV og áfangastaðafulltrúa sveitarfélaganna fer fram með tölvupósti, síma og samráðsfundum

Einnig eru upplýsinga- og samráðsfundir eftir því sem ástæður eru til með einum eða fleiri áfangastaðafulltrúum sveitarfélaganna

Þá eru ýmis gögn sem starfsfólk ÁSV / MSV er að vinna og lúta að stefnumótun, verkefnavinnu og markaðssetningu send út til áfangastaðarfulltrúa til yfirlestrar og álitsgjafar

Auk þess er leitað eftir samráði og samstarfi við hvert sveitarfélag eins og ástæður eru til vegna staðbundinnar verkefnavinnu

Hlutverk áfangastaðafulltrúa er einnig að vera talsmenn sinna sveitarfélaga við stefnumótun, áherslur og verkefni ÁSV & MSV

Einnig standa vonir til þess að áfangastaðafulltrúar geti lagt ÁSV / MSV lið eins og efni og ástæður eru til við þau verkefni sem þar eru unnin og nýtast viðkomandi sveitarfélagi

Áfangastaðafulltrúar sinna líka hlutverki erindreka sem taka við erindum frá ÁSV / MSV sem ætluð eru sveitarfélögunum og sjá til þess að þau komist til skila á réttan stað og fái viðeigandi afgreiðslu í stjórnsýslukerfi viðkomandi sveitarfélags

Áfangastaðafulltrúar sveitarfélaganna geta einnig leitað eftir aðstoð og ráðgjöf frá starfsfólki ÁSV / MSV við verkefni sem verið er að vinna hjá sveitarfélögunum og lúta að uppbyggingu og gæðum ferðamála á Vesturlandi

Einnig er óskað eftir að fjórir áfangastaðafulltrúar sveitarfélaganna sitji í Ferðamálaráði Vesturlands á hverjum tíma, samkvæmt starfsreglum FMRV

Sveitarfélögin á hverju svæði tilnefna fulltrúa svæðisins í FMRV og koma sér saman um skipan þeirra að hverjum tíma

Hvert sveitarfélag skipar sinn áfangastaðafulltrúa og stendur straum af allri þeirri vinnu sem hann innir af hendi og sinnir sem áfangastaðafulltrúi sveitarfélagsins