Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Afþreying fyrir fjölskylduna

born.png
Afþreying fyrir fjölskylduna

Afþreying fyrir fjölskylduna á Vesturlandi

Allar sundlaugarnar á Vesturlandi
Hvað er skemmtilegra á góðum sumardegi eða köldum vetrardegi en að skella sér í sund. Um allt Vesturland er fjöldinn allur af sundlaugum, stórum og smáum. Flestar eru útilaugar en þó er ein og ein innilaug. Flestar sundlaugar eru opnar allan ársins hring og eru gríðarlega vinsælar jafnt hjá heimamönnum sem ferðamönnum.

Bjarteyjasandur
Á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði er sveitabær sem gaman er að heimsækja sumar jafnt sem vetur. Á vorin er vinsælt að koma í sauðburðinn og sjá nýfæddu lömbin. Einnig er gaman að fara í fjöruferð og sjá lífríki fjörunnar. Á Bjarteyjarsandi er alltaf hægt að fá eitthvað gott í gogginn og nóg af afþreyingu, það fer þó eftir árstíð hvað er í boði.

Berjamó
Það er gaman að enda sumarið á því að skella sér í Berjamó. Víða á Vesturlandi eru góð berjalönd í fallegri náttúru. Nauðsynlegt er að fá leyfi hjá landeigenda áður en maður fer að týna. Í þjóðgarðinum Snæfellsjökli má bara týna uppí sig en ekki nota berjatínu og fötu. Ef þú notar berjatínu þá er nauðsynlegt að vanda sig svo maður skemmi ekki berjalyngið.

Bjössaróló
Gamall leikvöllur er í Borgarnesi hannaður og smíðaður af hugsjónamanninum Birni Guðmundssyni. Björn hugsaði um endurnýtingu og smíðaði leikvöllinn eingöngu úr efni sem hafði verið hent og nýttist ekki lengur. Á Bjössaróló eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi. Og skammt frá er fjaran sem upplagt er að heimsækja í leiðinni. Skammt undan er einnig Skallagrímsgarður þar sem margt minnir á söguhetjurnar Egil og Skallagrím.

Eiríksstaðir
Í Haukadal í Dölum er búið að endurbyggja bæ sem talinn er hafa verið bær Eiríks rauða sem fann Grænland. Synir hans fæddust á Eiríksstöðum, einn þeirra var Leifur Eiríksson sem seinna var fyrsti Evrópumaðurinn til að koma til Ameríku eða Vínlands eins og það var kallað. Eftir að hann fann Ameríku var hann kallaður Leifur heppni. Við Hallgrímskirkju í Reykjavík er stytta af Leifi heppna.
En á Eiríkstöðum geta krakkar upplifað hvernig víkingarnir lifðu og fengið að halda á sverðum og skjöldum.

Hellaferð
Á Vesturlandi er að finna fjölmarga Hella en það getur verið hættulegt að fara í þá ef maður þekkir ekki aðstæður. Því mælum við með tveimur hellum sem hægt er að fara í með leiðsögumanni það eru Vatnshellir og Víðgelmir. Vatnshellir er í þjóðgarðinum Snæfellsjökli en Víðgelmir við bæinn Fljótstungu í Borgarfirði.

Erpsstaðir
Rjómabúið Erpsstaðir í Dölum er sveitabær sem öll börn vilja stoppa á. Þar eru framleiddar vörur beint frá býlinu t.d. Ís sem er svo góður að hann er kallaður kjaftæði. Einnig er hægt að fá Skyrkonfekt og ýmsa osta. Gaman er að skoða dýrin á bænum og ná sér í smá fjósalykt áður en haldið er áfram.

Garðalundur
Á Akranesi er að finna skemmtilegan skógarlund sem gaman er að njóta útiveru í. Þar eru ýmis leiktæki t.d. strandblaksvöll, rennibrautir, frispígolf og margt fleira. Hægt er að grilla í Garðalundi það þarf bara að taka með sér kolin og passa að ganga vel um.

Háafell
Geitfjarsetur Íslands er staðsett í hvítársíðu á bænum Háafelli. Þangað er gaman að koma, kynnast íslensku geitinni og eiginleikum hennar. Þar eru meðal annars Hollywood stjörnur, en nokkrar geitur léku í þáttunum Game of thrones. Það er gaman að sjá unga sem aldna gleyma sér við að klappa geitunum.

Hestaferðir
Vesturland hefur uppá að bjóða skemmtilegar reiðleiðir og því upplagt að koma með fjölskylduna og fara í hestaferð. Á Vesturlandi eru þó nokkrar hestaleigur sem gera útá stuttar ferðir eða lengri ferðir.

Sögubærinn 
Í Borgarnesi eru þrjú söfn; Landnámssetrið, Safnahús Borgarfjarðar og Samgöngusafnið. Landnámssetrið býður uppá sérstaka barna leiðsögn um sýningar sínar en þar eru tvær sýningar annars vegar um Landnám Íslands og hins vegar um Egil Skallagrímsson. Safnahús Borgarfjarðar er með sýningu sem kallast börn í 100 ár þar sem fræðast má um hvernig lífið var áður fyrr og glæsilega fuglasýningu. Á Samgöngusafninu er gaman að skoða allskonar gamla bíla, þar á meðal gamlan slökkviliðsbíl og Latabæjarsafnið. 

Langisandur
Á Akranesi er strönd með hvítum sandi sem kallast Langisandur. Gaman er að leika sér á ströndinni og í góðu veðri er gaman að busla í sjónum. Búið er að koma upp sturtu á landasandi sem hægt er að skola af sér saltið og náttúrulaugin Guðlaug opnaði þar nýlega en þar er kjörið að njóta útsýnis á meðan slakað er í heitu vatninu.  Langisandur er Bláfánaströnd til marks um hreinleika og heilnæmi náttúru og umhverfis.

Tröllaganga í Fossatúni

Tröllasögur, Tröllaganga, Tröllaleikir Skemmtilegar og fræðandi gönguleiðir í fallegri náttúru ásamt leiksvæði með tröllaleikjum svo og myndum og styttum af tröllum. Gönguleiðirnar tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er Vesturland. Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu

Sigling
Mikið ævintýri getur verið fyrir börn að fara í siglingu og eru nokkur fyrirtæki sem hægt er að fara með. Ýmislegt fróðlegt er að sjá út á sjó, hvali og höfrunga, ýmsar eyjar og sker. Oft getur verið kalt út á sjó þótt gott veður sé í landi, því er nauðsynlegt að klæða sig vel.  

Sundlaugar

Hvað er skemmtilegra á góðum sumardegi eða köldum vetrardegi en að skella sér í sund. Um allt Vesturland er fjöldinn allur af sundlaugum, stórum og smáum. Flestar eru útilaugar en þó er ein og ein innilaug. Flestar sundlaugar eru opnar allan ársins hring og eru gríðarlega vinsælar jafnt hjá heimamönnum sem ferðamönnum.

Bjössaróló

Bjössaróló er stundum talið besta geymda leyndarmál Borgarness. Hann er neðarlega í bænum ekki langt frá Landnámssetrinu.

Hann var hannaður og smíðaður af hugsjónamanninum Birni Guðmundssyni. Þessi snillingur hugsaði um endurnýtingu og smíðaði leikvöllinn eingöngu úr efni sem hafði verið hent og nýttist ekki lengur.

Á Bjössaróló eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi. Þar er fjaran sem upplagt er að heimsækja í leiðinni. Skammt undan er einnig Skallagrímsgarður þar sem margt minnir á söguhetjurnar Egil og Skallagrím.

Garðalundur

Garðalundur, eða skógræktin eins og heimamenn á Akranesi kalla lundinn jafnan, er skammt ofan Byggðasafnsins í Görðum og við hlið golfvallarins. Í Garðalundi er fjölbreyttur gróður og margar trjátegundir. Mest áberandi eru þó hátt í sextíu ára gömul grenitré sem sjá til þess að þar sé alltaf gott skjól til útivistar. Einnig er að finna fallegar tjarnir í Garðalundi þar sem hægt er að veiða síli, fylgjast með öndum og fleiri fuglum, og jafnvel bregða sér á skauta á veturna. Á síðustu árum hefur stöðugt verið bætt við afþreyingarmöguleikum í Garðalundi en þar eru m.a. ýmis konar leiktæki fyrir börn á öllum aldri, strandblakvöllur og sparkvellir. Einnig er þar líka glæsilegur grillskáli, minigolfbrautir og dótakista með alls kyns leikföngum og áhöldum til útileikja sem gestum er frjálst að nota. Garðalundur er eitt helsta útivistarsvæðið á Akranesi og þar er vinsælt að halda alls kyns mannfagnaði s.s. afmæli og ýmsar hópsamkomur, meðal annars á 17. júní og á Írskum dögum.

Hestaafþreying

Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks
farskjóti. Fjölmargar hestaleigur eru um allt land, þar sem boðið er upp á lengri og skemmri
ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur