Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Leir 7 / Smiðjur

Leir 7 eru að hanna og framleiða vörur úr íslenskum leir sem kemur frá Fagradal á Skarðsströnd, Dalir. Vinnustúdió og verslun eru opið allt árið í kring.

Einnig er tekið á móti hópum og boðið upp á léttar veitingar, eins og skel, harðfisk og þara, allt hráefni af svæðinu. Sagt er frá hvernig leirinn frá Fagradal verður að því keramiki sem búið er til.

Leir7 er Hagleikssmiðja (www.economusee.com) sem tilheyrir neti opinna verkstæða þar sem unnið er með hráefni fra grunni til fullbúinnar vöru.

Leir 7 / Smiðjur

Aðalgata 20

GPS punktar N65° 4' 29.086" W22° 43' 41.850"
Sími

894-0425

Vefsíða www.leir7.is
Opnunartími Allt árið

Leir 7 / Smiðjur - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Way Out West ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Garðaflöt 10
 • 340 Stykkishólmur
 • 834-7000
Stykkishólmur Slowly ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Hafnargata 4
 • 340 Stykkishólmur
 • 766-0996
Náttúra
6.28 km
Helgafell

Fornfrægt fjall (73 m) þaðan er fagurt útsýni yfir Breiðafjörð.

Þjóðtrúin segir að þrjár óskir uppfyllist ef maður lítur aldrei um öxl og mælir ekki orð af munni meðan gengið er á fjallið. Óskirnar mega einungis vera góðs hugar, engum má segja þær og biðjandi þarf að horfa til austurs.

Upp á Helgafelli er útsýnisskífa svo auðvelt er að átta sig á fjallahringnum.

Núverandi kirkja á Helgafelli var reist 1903 og tekur 80 manns í sæti.

Guðrún Ósvífursdóttir, ein helsta sögupersóna Laxdælu bjó síðari hluta ævi sinnar á Helgafelli. Þar var hún greftruð að írskum sið. Á leiðinu er minnisvarði gerður úr steini úr Helgafelli með ártalinu 1008, en steinninn var settur á leiðið 1979.

Árið 1184 var klaustur af Ágústínusarreglu flutt frá Flatey að Helgafelli og eftir það var staðurinn menntasetur og höfuðstaður bóklegrar iðju á Vesturlandi.

Upp á Helgafelli er tóft, hlaðinn úr hellugrjóti sem talin er vera rúst af kapellu munkanna.

Náttúra
10.69 km
Drápuhlíðarfjall

Drápuhlíðarfjall er 527 m, litskrúðugt og sérkennilegt fjall blasir við þegar keyrt er eftir þjóðvegi 54 í nánd við Stykkishólm.

Í fjallinu er bæði basalt og líparít. Surtarbrandur milli blágrýtislaga og steingerðir trjábolir. Mikið um brennisteinskís og ýmsa sérkennilega steina, japis og glerhalla.

Talið var að gull væri í fjallinu og þess var leitað en magnið þótti of lítið.

Eftir miðja síðustu öld var vinsælt að taka grjót úr Drápuhliðarfjalli og nota í arinhleðslur en grjóttaka er algjörlega bönnuð í dag.

Aðrir

Gallerí Braggi
Handverk og hönnun
 • Aðalgötu 28
 • 340 Stykkishólmur
 • 893-5588 , 438-1808
Amtsókasafnið Stykkishólmi
Bóka- og skjalasöfn
 • Borgarbraut 6a
 • 340 Stykkishólmur
 • 433-8160

Aðrir

Olís - Þjónustustöð
Kaffihús
 • Aðalgata 25
 • 340 Stykkishólmur
 • 438-1254
Stykkið Pizzagerð
Veitingahús
 • Borgarbraut 1
 • 340 Stykkishólmur
 • 438-1717

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík