Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Nýp á Skarðsströnd

B&B, 2 x 2ja manna herbergi með sameiginlegu baði og 2 x 2ja manna herbergi með sérbaði. Morgunverð með heimabakað brauð og grænmeti úr garðinum okkar.

Býlið Nýp var fjárbú í hundruð ára. Steinhús var reist að Nýp árið 1936. Búskapur lagðist þar af á 7. áratug tuttugustu aldar. Húsið stóð autt og opið í tæp 40 ár og fór illa. Árið 2001 hófu nýjir eigendur að vinna að endurbótum á húsinu.

Bókanir: thora@this.is. Sími: 896 1930 eða 891 8674. Vinsamlega sendið sms ef ekki tekst að ná samband.

Nýp á Skarðsströnd

Skarðsströnd

GPS punktar N65° 19' 25.398" W22° 8' 16.674"
Vefsíða http://nyp.is/
Gisting 4 Herbergi / 8 Rúm
Opnunartími 15/05 - 15/09

Nýp á Skarðsströnd - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Náttúra
22.54 km
Klofningur

Fagurt útsýni er af Klofningi yfir Breiðafjörðinn, Snæfellsnes og Barðaströnd og þar er útsýnisskífa.

Hægt er að ganga á fjallið frá bænum Stakkabergi.

Náttúra
24.42 km
Dagverðarnes

Auður djúpúðga kom þar, er hún var að leita að öndvegissúlunum sínum og snæddi dögurð.

Lítil kirkja frá 1934 er að Dagverðarnesi. Kirkjan var byggð úr við eldri kirkju frá 1848.

Húsafriðunarnefnd samþykkti árið 2009 að Dagverðarneskirkja skuli sett á skrá nefndarinnar yfir friðuð hús.

Saga og menning
10.77 km
Skarð

Skarð er bær og kirkjustaður á Skarðströnd. Hafa margar söguhetjur Íslendingasagnanna búið þar.

Einn af stórbændum þeim sem búið hafa á Skarði er Björn hirðstjóri Þorleifsson og kona hans Ólöf ríka Loftsdóttir. "Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði" er haft eftir Ólöfu eftir að Englendingar höfðu vegið mann hennar árið 1467.

Skarðskirkja var lengi vel höfuðkirkjan í Skarðsþingum. Núverandi kirkja var endurbyggð 1914-1916. Í Skarðskirkju er margt um stórmerka gripi. Sem dæmi má nefna alabasturmyndir frá 15 öld og prédikunarstólinn sem er frá 17 öld.

Aðrir

Ytri-Fagridalur
Beint frá býli
  • Ytri-Fagridalur
  • 371 Búðardalur
Hótel Ljósaland
Gistiheimili
  • Saurbær
  • 371 Búðardalur
  • 776-4103, 776-4103

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík