Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar

Í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði er að finna fjölbreytta starfsemi. Þar er bókasafn til staðar og Upplýsingamiðstöðin í Grundarfirði. Gestir geta tyllt sér inn í Bæringsstofu og notið myndasýningar frá seinni hluta síðustu aldar. Saga þéttbýlisins er sögð með ljósmyndum Bærings Cecilssonar (1923 - 2002) heiðursborgara Grundarfjarðarbæjar sem ljósmyndaði uppbyggingu og mannlíf í Grundarfirði. Góð fundaraðstaða er í Bæringsstofu og er hún í boði allt árið samkvæmt samkomulagi.

Þórðarbúð er eftirlíking af nýlenduvöruverslun Þórðar Pálssonar sem breytti búðinni sinni í jólabúð á jólaföstunni. Leikföng og bækur eru kunnugleg fólki sem var á barnsaldri á sjötta og sjöunda áratugnum.

Báturinn Brana frá Vatnabúðum er sexæringur frá 1913, út eik með dæmigerðu breiðfirslu lagi. Kringum hann er hjallur og verkstæði fiskimanns og snikkara.

Gömul fallbyssa úr frönskum hvalfangara frá 1720 fannst við sandtöku í Kirkjufellssandi 1995 og stendur hún á nýjum vagni í Sögumiðstöðinni.

Leiksvæði barna er búið nútíma kubbasafni og gömlum leikföngum sem börn á fyrri tíð léku sér með, skeljum, hornum og beinum.

Starfsfólk á Upplýsingamiðstöðinni leitast við að veita ferðafólki leiðsögn innan og utan bæjarins og um Snæfellsnesið allt. þjónusta og afþreying er fjölbreytt á svæðinu, s.s. verslun, kaffihús og veitingastaðir, hestaferðir, kajakferðir, bátsferðir, hvalaskoðun, sjóstöng og fuglaskoðun. Golfvöllur er í nágrenninu og gönguleiðir frá fyrri tíð liggja upp í fjallgarðinn og útsýni þaðan yfir Kirkjufellið er stórkostlegt.

Sumaropnun: 1. júní - 31. ágúst, alla virka daga frá 13:00 til 17:00.
Vetraropnun: 1. september - 31. maí.
Uppfærðir tímar: https://www.facebook.com/UpplysingamidstodGrundarfjardar/

Yfir vetrartímann er hægt að ná símasambandi við Upplýsingamiðstöðina mánudegi til fimmtudags klukkan 13:00 - 17:00. Á sama tíma er bókasafnið opið. Tölvupóstur: touristinfo@grundarfjordur.is

Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar

Grundargata 35

GPS punktar N64° 55' 28.841" W23° 15' 38.142"
Sími

438-1881

Opnunartími Allt árið
Þjónusta Almenningssími Áningarstaður Opið á sumrin Hestaferðir Aðgengi fyrir hreyfihamlaða Fundaraðstaða Reykingar bannaðar Aðgengi fyrir hjólastóla Almenningssalerni Athyglisverður staður Athyglisverður staður Gönguleið Apótek Fuglaskoðun Útsýni með hringsjá Útsýni Hótel / gistiheimili Kaffihús Veitingastaður Upplýsingamiðstöð Sundlaug Íþróttahús Aðgangur að interneti Heitur pottur Sjóstangveiði Golfvöllur Kjörbúð Pósthús Handverk til sölu Hraðbanki Banki Kirkja Bókasafn Bátsferðir Fiskihöfn Heilsugæsla Tekið við greiðslukortum Bar Bílferja

Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbburinn Jökull
Golfvellir
  • Suður-Bár
  • 351 Grundarfjörður
  • 438-6520
Brimhestar
Sumarhús
  • Brimilsvellir
  • 356 Snæfellsbær
  • 436-1533, 864-8833

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur