Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vestur Adventures / Nafni ehf.

Skipulagðar kayak ferðir við Kirkjufell og nágrenni er mögnuð upplifun. Þú munt upplifa óspillta nátúrru, fuglalíf og fræðast um sögu staðarins. Einnig eru miklar líkur á að forvitnir selir verði á leið okkar.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vestur Adventures / Nafni ehf.

Sæból 14

GPS punktar N64° 55' 35.587" W23° 15' 42.188"
Sími

897-0153

Opnunartími Allt árið

Vestur Adventures / Nafni ehf. - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Lárperla
Íbúðir
  • Grundargata 78
  • 350 Grundarfjörður
Sæból
Íbúðir
  • Sæból 46
  • 350 Grundarfjörður
Saga og menning
23.83 km
Viti - Ólafsvíkurviti

Ólafsvíkurviti var reistur árið 1943 eftir teikningu Axels Sveinssonar, verkfræðings.

Vitinn er sömu gerðar og Arnarstapaviti og Grundarfjarðarviti sem reyndar er búið að afleggja.

Vitinn er 3 m hár, steinsteyptur ílangur ferhyrningur 2 x 4 m að grunnfleti með innbyggt ljóshúss.

Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi, útgefandi er Siglingastofnun Íslands árið 2002.

Saga og menning
7.53 km
Viti - Krossnesviti

Krossnesviti var reistur árið 1926 eftir teikningu Benedikts Jónassonar verkfræðings.

Þrír vitar voru reistir við Breiðafjörð árið 1926, allir eftir sömu teikningu. Vitarnir eru Krossnesviti, Klofningsviti og Höskuldseyjarviti, sem var síðan rifinn árið 1948 og nýr viti reistur eftir annarri teikningu.

Krossnesviti er steinsteyptur ferstrendur turn 9,3 m hár. Anddyri var byggt við vitann árið 1931.

Erfitt aðgengi er að vitanum, sem stendur vestast við mynni Grundarfjarðar.

Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands, árið 2002.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur