Flýtilyklar
Country Hótel Fossatún
Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr. 50 mitt á milli Borgarness og Reykholts. Öll aðstaða er góð og nútímaleg hvort heldur gestir hafa styttri eða lengri viðkomu. Staðsetningin er miðlæg og stutt í allar áttir til að skoða fallega náttúru og þá möguleika sem aðrir bjóða upp á í ferðaþjónustu á Vesturlandi.
Gistiaðstaða Boðið er upp á mismunandi þrjá valkosti í innigistingu. Allir gestir hafa aðgengi að heitum pottum og eldhúsaðstöðu. Einnig er boðið upp á tjaldsvæði.
Fossatún Sveitahótel
Boðið er upp á gistingu í 12 x tveggja manna herbergi með sér baðherbergi.
Fossatún Gistiheimili
120 m2 hús með fjögur tveggja manna herbergjum með sameiginlegum baðherbergjum, stofu, borðstofu og eldhúsi. 42 m2 hús með tvö svefnherbergi, sameiginlegt baðherbergi og eldhúsaðstaða.
Fossatún Poddar Poddur er smáhýsi með svefnaðstöðu (camping pod). Svefnpokapláss en hægt að fá rúmfatnað sé þess óskað. Einangruð, upphituð, heilsárs hagstæð gistiaðstaða.
Tjaldsvæði Nútímalegt tjaldsvæði sem hólfað er af með háum skjólbeltum.
Veitingahús - Rock´n Troll Cafe Einstök staðsetning og matseðill með áherslu á kaffihúsaveitingar með stíl. Í móttöku er almenn afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti.
Tónlist - Plötusafnið Í veitingahúsinu er að finna vinylplötu- (3000 plötur) og CD safn (5000 diskar) staðarhaldara, sem einnig flytur ásamt öðrum dagskrá tengda tröllasögum og tónlist, slíkt er auglýst fyrirfram.
Tröllasögur, Tröllaganga, Tröllaleikir Skemmtilegar og fræðandi gönguleiðir í fallegri náttúru ásamt leiksvæði með tröllaleikjum svo og myndu og styttum af tröllum. Gönguleiðirnar tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er Vesturland.
Náttúra Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu. Einnig er gönguleið að Blundsvatni þar sem er fjölbreytt, iðandi fuglalíf. Borgfirski fjallahringurinn blasir við og umlykur.
Fossatún, Borgarbyggð












Country Hótel Fossatún - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Dagsferðir
Fjeldstedhestar.is
Vetrarafþreying
Landbúnaðarsafn Íslands
Sumarhús
Oddsstaðir
Sundlaugar
Sundlaugin Kleppjárnsreykjum
Gistiheimili
Tjaldsvæði
Hverinn
Ferðasali dagsferða
Gufuá
Farfuglaheimili og hostel
Borgarnes HI Hostel
Náttúrulegir baðstaðir
Krauma
Dagsferðir
Sturlureykirhorses / Visiting HorseFarm
Sýningar
Brugghús Steðja
Sundlaugar
Sundlaugin í Borgarnesi
Gistiheimili
Vetrarafþreying
Landnámssetur Íslands
Aðrir
- Hamar
- 310 Borgarnes
- 437-1663, 437-2000
- Breiðabólstaður
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 897-9323
- Brákarbraut 20
- 310 Borgarnes
- 437-1333, 552-2202
- Nes, Reykholtsdal
- 311 Borgarnes
- 435-1472, 893-3889
- Þórólfsgata 12
- 310 Borgarnes
- 661-7173
- Litla Drageyri
- 311 Borgarnes
- 697-9139
Náttúra
Brákarey
Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund.
Eyjan er sögð nefnd eftir Þorgerði brák, sem var ambátt á Borg og fóstra Egils Skallagrímssonar. Í Egils sögu segir að Skallagrímur Kveldúlfsson á Borg, faðir Egils, hafi banaði Þorgerði brák á Brákarsundi með steinkasti.
Frá bryggjunni í Brákarey er fallegt útsýni.
Saga og menning
Borg á Mýrum
Borg á Mýrum er kirkjustaður og prestssetur. Þar bjó Skalla-Grímur Kveld-Úlfsson, faðir Egils Skalla-Grímssonar og síðar Egill og margir ættmenn hans og niðjar, meðal annars bjó Snorri Sturluson þar um skeið.
Minnismerkið Sonatorrek eftir Ásmund Sveinsson var reist á Borg 1985.
Núverandi kirkja að Borg var reist 1880. Altaristafla kirkjunnar er eftir enska málarann W.G. Collingwood sem hann málaði eftir Íslandsferð sína 1897.
Náttúra
Skallagrímsgarður
Í hjarta Borgarness er þessi skrúðgarður sem er ein af perlum bæjarins. Þar er einn merkasti sögustaður Egilssögu en þar er Skallagrímur og Böðvar sonarsonur hans heygðir. Í dag er unaður að fara í sund í sundlaug bæjarins og slappa af í kyrrð og fegurð Skallagrímsgarðs á eftir, eða stoppa þar með nesti.
Náttúra
Deildartunguhver
Deildartunguhver í Reykholtsdal, um 37 km frá Borgarnesi. Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu en hann er einnig líkt og Kleppjárnsreykjahver samheiti á nokkrum hverum sem í heildina ná yfir um 50 m svæði. Úr hverunum koma 180 l af u.þ.b. 100° heitu vatni á sekúndu og er mesta uppstreymið undan 5 m háum leirbakka sem nefndur er ýmist Hverahóll eða Laugarhóll. Hverinn er nálægt bænum Deildartungu og dregur nafn af honum. Hann er friðaður. Vatni úr hvernum er dælt til Borgarness og Akraness.
Náttúra
Stálpastaðaskógur
Stálpastaðaskógur er samnefndir 345 ha eyðijörð í Skorradal. Jörðin hefur verið í eigu Skógræktar Ríkisins frá 1951. Stálpastaðaskógur er fyrst og fermst dæmigerður timburskógur og hefur mikið fræðslugildi um ýmis atriði varðandi timburframleiðslu úr sitkagreni hér á Íslandi. Við stíga í þjóðskógum er að finna staura með símanúmerum. Þegar gengið er fram á slíkan staur er upplagt að taka upp símann, hringja í númerið sem gefið er upp á staurnum og hlusta á skemmtilega fróðleiksmola um skóginn lesna fyrir sig.
Náttúra
Krosslaug
Krosslaug eða Reykjalaug er í landi Reykja í Lundarreykjadal. Laugin er um 42°C heit og er hún friðlýst. Sagan segir að þegar kristni var lögtekin árið 1000 hafi vestanmönnum ekki litist á að vera skírðir upp úr köldu vatni á Þingvöllum og því látið skíra sig í Krosslaug í staðinn.
Náttúra
Hafnarfjall
Hafnarfjall tilheyrir fornri megineldstöð sem var virk fyrir 4 miljónum ára.
Hafnarfjall er 844 m hátt og skríðurunnið. Fjallsið er mestmegnis úr blágrýti en á norðuhlíð finnst ljósleit klettanef úr granófýri sem heitir Flyðrur.
Náttúra
Skorradalur
Skorradalur er syðstur Borgarfjarðardala. Skorradalsvatn fyllir upp mestan hluta dalsins en undirlendið vestan þess er breitt og mýrlent. Lítið er þar um hefðbundinn búskap í dag en sumarbústöðum fer fjölgandi og skóglendi stækkar ár frá ári. Fitjar eru inns í dalnum (Hvanneyrarprestakall) og skógræktin að Stálpastöðum er í honum norðanverðum þar sem finna má fallegar gönguleiðir. Tjaldsvæðið Selsskógi er gróður- og skjólsælt tjaldsvæði rétt við Skorradalsvatn.
Hitt og þetta
Borgarfjarðarbrú
Borgarfjarðarbrúin er lengsta brú á Íslandi eftir að Skeiðarárbrú var aflögð árið 2017. Hún liggur yfir Borgarfjörð og er hluti af hringveginum. Brúin, sem tekin var í gagnið 13. september 1981, er 520 metrar að lengd. Áður lá hringvegurinn yfir Hvítárbrú sem staðsett er við Ferjukot í Borgarfirði og stytti opnun Borgarfjarðarbrúar hringveginn um 11 km.
Náttúra
Bjössaróló
Bjössaróló er stundum talið besta geymda leyndarmál Borgarness. Hann er neðarlega í bænum ekki langt frá Landnámssetrinu.
Hann var hannaður og smíðaður af hugsjónamanninum Birni Guðmundssyni. Þessi snillingur hugsaði um endurnýtingu og smíðaði leikvöllinn eingöngu úr efni sem hafði verið hent og nýttist ekki lengur.
Á Bjössaróló eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi. Þar er fjaran sem upplagt er að heimsækja í leiðinni. Skammt undan er einnig Skallagrímsgarður þar sem margt minnir á söguhetjurnar Egil og Skallagrím.
Náttúra
Einkunnir
Einkunnir eru klettaborgir sem rísa upp úr mýrunum norðan Borgarness. Nafnið er fornt og kemur fyrirí Egilssögu. Fólkvangur í Einkunnum er um 270hektara svæði í landi Hamars. Markmið friðlýsingar Einkunna er að vernda jarðmyndanir og votlendi í þágu útvistar almennings, náttúruskoðunarog fræðslu.
Frekari upplýsingar um Einkunnirer að finna á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is
Sýnum gott fordæmi og göngum vel um landið. Spillum ekki gróðri eðajarðmyndunum og truflum ekki dýralíf. Ökum ekkiutan vega og notum merkta göngu- og reiðstíga.Kveikjum ekki eld á grónu landi og tökum allt sorpmeð okkur af svæðinu.
Saga og menning
Hvanneyri
Hvanneyri er stórbýli frá landnámstíma. Fyrstur ábúanda þar er talinn hafa verið Grímur háleyski en Hvanneyri er hluti af landnámsjörð Egils Skallagrímssonar.
Landbúnaðarskóli Íslands á Hvanneyri er reistur á gömlum grunni öflugrar rannsóknarstofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. Landbúnaðarháskólinn tók til starfa í upphafi árs 2005. Skólahald á sér annars langa sögu á Hvanneyri en búnaðarskóli var stofnaður þar 1889 og 1947 var stofnuð 1947. Aðalmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands er á Hvanneyri. Megin viðfangsefni hans er nýting og verndun náttúruauðlinda á landi og bæði er boðið upp á háskólanám og starfsmenntanám.
Á staðnum er rekið eina Landbúnaðarsafn landsins auk þess sem þar má finna Ullarselið sem er einaf betri verslun landsins með ullar- og handverksvörur.
Í kringum Hvanneyri er verndarsvæði blesgæsar sem hefur viðkomu á túnum staðarins bæði vor og haust.
Saga og menning
Reykholt í Borgarfirði
Reykholt er einn merkasti sögustaður landsins. Frægast er Reykholt vegna búsetu Snorra Sturlusonar 1206-1241.
Í Reykholti er forn laug Snorralaug þar sem Snorri er talin hafa setið og hvílt sig frá skriftum.
Snorrastofa í Reykholti býður upp á sýningar, leiðsögn og fyrirlestra. Öflugt tónlistarlíf er í Reykholtskirkju. Sígild tónlist í sögulegu umhverfi - Reykholtshátíð er tónlistarhátíð sem haldin er í lok júlí ár hvert.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Reykholts www.snorrastofa.is
Eitt hótel er í Reykholti sjá frekari upplýsingar hér.
Fyrir börnin
Sundlaugin í Borgarnesi
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi er staðsett í miðjum bænum en þar eru næg bílastæði enda vinsæll áfangastaður ferðalanga. Í miðstöðinni eru útisundlaug, vatnsrennibrautir, heitir pottar, vaðlaug, innilaug, eimbað og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er hægt að kaupa sér aðgang að líkamsræktarsalnum. Verið velkomin í sund - Fjörið er hjá okkur.
Náttúra
Tröllafossar
Fossa- og flúðasvæði í Grímsá. Óvenjufallegt útsýni og sjónarhorn á fjallatindinn, Skessuhorn. Á sumrin er algengt að sjá laxa stökkva upp fossana.
Í klettum við árbakkann er afar skýr tröllkonumynd.
Tröllagaður er í Fossatúni þar sem hægt er að fara í tröllaleiki og gömguferð þar sem hægt er að kynnast perósnunum úr sögunni Tryggðatröll eftir Steinar Berg.
Náttúra
Skessuhorn
Skessuhorn er eitt besta útsýnisfjall Borgarfjarðar 967 metrar. Ganga upp á fjallið tekur um 5-6 tíma og nauðsynlegt að vera vel búinn.
Söfn
Leikfangasafn Soffíu
Vetrarafþreying
Landbúnaðarsafn Íslands
Handverk og hönnun
Ullarselið á Hvanneyri
Vetrarafþreying
Landnámssetur Íslands
Sýningar
Brugghús Steðja
Gistiheimili
Söfn
Safnahús Borgarfjarðar
Söfn
Samgöngusafnið og Latabæjarsafnið
Upplýsingamiðstöðvar
Snorrastofa Reykholti
Gistiheimili
Blómasetrið - Kaffi Kyrrð
Handverk og hönnun
Ljómalind - sveitamarkaður
Aðrir
- Borgarbraut 57
- 310 Borgarnes
- 437-2277
Hótel
Icelandair hótel Hamar
Gistiheimili
Guesthouse Hvítá
Gistiheimili
Veitingahús
Rock´n´Troll Kaffi
Gistiheimili
Kaffihús
Geirabakarí kaffihús
Gistiheimili
Englendingavík
Dagsferðir
Sturlureykirhorses / Visiting HorseFarm
Kaffihús
Baulan
Hótel
Fosshótel Reykholt
Vetrarafþreying
Landnámssetur Íslands
Gistiheimili
Blómasetrið - Kaffi Kyrrð
Náttúrulegir baðstaðir
Krauma
Tjaldsvæði
Hverinn
Handverk og hönnun
Ljómalind - sveitamarkaður
Hótel
Hótel Hafnarfjall
Hótel
Hótel Borgarnes
Aðrir
- v/Brúartorg
- 310 Borgarnes
- 437-1259, 840-1782
- Hrafnaklettur 1b
- 310 Borgarnes
- 437-0110
- Hvanneyrartorfa
- 311 Borgarnes
- 8213538
- Brúartorg 6
- 311 Borgarnes
- 437-1282
- v / Brúartorg
- 310 Borgarnes
- 440-1333
- Flókadalur
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 696-1544, 435-1565
- Grímsstaðir 2
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 858-2133
- Munaðarnes
- 311 Borgarnes
- 776-8008
- Digranesgata 4
- 310 Borgarnes
- 430-5600
- Brákarbraut 3
- 310 Borgarnes
- 437-2017, 892-8376