Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Smiðjuloftið

Smiðjuloftið er glænýtt afþreyingarsetur á Akranesi. Þar er m.a. að finna hæsta klifurvegg landsins, skemmtileg leiktæki og bjarta, notalega aðstöðu fyrir hópa til að koma saman, með útsýni yfir Faxaflóa og Snæfellsjökulinn. Við tökum glöð á móti 10-25 manna hópum. Við bjóðum upp á leiðsögn og kennslu í klifri. Einnig skemmtilega hópeflisleiki, samsöng og tónlistarflutning fyrir hópinn. Á efri hæðinni okkar eru borð, stólar, borðbúnaður og aðstaða til að vera með veitingar.

Fyrir fjölskyldur með ung börn mælum við með Fjölskyldutímunum okkar á sunnudögum kl. 11-14.

Smiðjuloftið

Smiðjuvellir 17

GPS punktar N64° 19' 37.520" W22° 3' 26.524"
Sími

623-9293

Smiðjuloftið - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur