Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Golfklúbbur Staðarsveitar

Garðavöllur undir Jökli er 9 holu völlur sem lagður er í gömlu heimatúnin að bænum Görðum á Snæfellsnesi.

Túnin eru mynduð úr gulum foksandi sem hefur hlaðist upp í sunnan ofsaveðrum í gegnum tíðina. Völlurinn er því svokallaður "links" völlur eða strandvöllur eins og elstu golfvellirnir voru og eru enn í Skotlandi.

Garðavöllur er einn af fáum völlum á Íslandi sem er í einkaeigu en það var Þorkell Símonarson í Langaholti sem fékk Hannes Þorsteinsson, golfvallaarkitekt til að hanna völlinn sem tekinn var í notkun 1997.

Árið 1998 var stofnaður Golfklúbbur Staðarsveitar og voru stofnfélagar átta talsins á fyrsta starfsárinu. Rekstur vallarins er aðskilinn starfsemi klúbbsins.

Völlurinn er par 70, 5100 m af gulum teigum og 4332 af rauðum teigum.

Tjaldsvæði, gistihús og veitingaaðstaða.

Golfklúbbur Staðarsveitar

Ytri-Garðar Staðarsveit

GPS punktar N64° 48' 50.144" W23° 8' 24.842"
Vefsíða www.langaholt.is
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Gönguleið Fuglaskoðun Hótel / gistiheimili Veitingastaður Tjaldsvæði Golfvöllur
Flokkar Golfvellir

Golfklúbbur Staðarsveitar - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Nátthagi
Gistiheimili
  • Lýsudalur
  • 356 Snæfellsbær
Gistiheimilið Hof
Gistiheimili
  • Hofgarðar
  • 356 Snæfellsbær
  • 846-3897
Náttúra
10.61 km
Ölkelda

Við bæinn Ölkeldu er laug þar sem koldíoxíð (CO2) kemur upp með grunnvatninu. Hægt er að smakka á ölkelduvatninu.

Náttúra
2.96 km
Ytri Tunga

Fjaran við bæinn Ytri-Tungu er tilvalinn staður til að skoða seli. Besti tíminn til selaskoðunar er í júní og júlí.

Saga og menning
7.86 km
Staðastaður

Staðastaður er prestsetur og þar var prestur Ari fróði árin 1076-1148. Hann er þekktur fyrir ritun sína á Íslendingabók, sem er elsta og eitt merkasta sagnfræðirit Íslendingasögunnar. Minnisvarði um Ara fróða eftir Ragnar Kjartansson stendur skammt frá kirkjunni.Núverandi kirkja er steinsteypt reist á árunum 1942- 1945.

Sögusviðið í Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Kiljan Laxness er að nokkru leiti komið til á Staðastað.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur