Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Kast Gistiheimili

Á Gistiheimilinu Kasti eru 27 herbergi: 17 tveggja manna, 2 þriggja manna og 2 fjölskylduherbergi með baði og 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði. Herbergin eru rúmgóð og því er auðveldlega hægt að bæta við fleiri rúmum. Hægt er að kaupa nettengingu í móttökunni.

Gistiheimilið er með glæsilegan veitingasal sem rúmar 50 manns. Þar er boðið upp á ýmsa létta rétti og kræsingar sem gerðar eru frá grunni í eldhúsi Kasts. Kvöldverður er í boði milli 18:30 og 20:30. Einnig er hægt að panta nesti og taka með úr eldhúsi.

Ferðir á hestbak í boði á sumrin.

Kast Gistiheimili

Lýsudal

GPS punktar N64° 50' 24.914" W23° 11' 43.512"
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Þvottaþjónusta Áningarstaður Opið allt árið Hestaferðir Aðgengi fyrir hjólastóla Almenningssalerni Gönguleið Fuglaskoðun Útsýni Hótel / gistiheimili Kaffihús Veitingastaður Hjólhýsasvæði Sundlaug Veiðileyfi Eldunaraðstaða Aðgangur að interneti Þvottavél Heitur pottur Íþróttavöllur Handverk til sölu Tekið við greiðslukortum Bar

Kast Gistiheimili - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbburinn Jökull
Golfvellir
  • Fróðá
  • 355 Ólafsvík
  • 861-9640
Þórunn Hilma Svavarsdóttir
Gönguferðir
  • Neðri-Hóll
  • 356 Snæfellsbær
  • 893-5240
Saga og menning
11.10 km
Staðastaður

Staðastaður er prestsetur og þar var prestur Ari fróði árin 1076-1148. Hann er þekktur fyrir ritun sína á Íslendingabók, sem er elsta og eitt merkasta sagnfræðirit Íslendingasögunnar. Minnisvarði um Ara fróða eftir Ragnar Kjartansson stendur skammt frá kirkjunni.Núverandi kirkja er steinsteypt reist á árunum 1942- 1945.

Sögusviðið í Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Kiljan Laxness er að nokkru leiti komið til á Staðastað.

Saga og menning
5.52 km
Viti - Kirkjuhólsviti

Árið 1952 var reistur steinsteyptur viti á Kirkjubólshóli i staðarsveit á sunnanverðu Snæfellansi.

Vitinn er hannaður af Axeli Sveinssyni verkfræðingi og Einari Stefánssyni húsateiknara.

Vitinn hefur tvær megin formgerðir, annars vegar hátt hvasshyrnt turnform og hins vegar bogformaða framhlið.

Kirkjuhólsviti er byggður eftir sömu teikningu og Bjargtangaviti.

Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi sem Siglingastofnun Íslands gaf út árið 2002.

Náttúra
13.85 km
Ölkelda

Við bæinn Ölkeldu er laug þar sem koldíoxíð (CO2) kemur upp með grunnvatninu. Hægt er að smakka á ölkelduvatninu.

Náttúra
6.20 km
Ytri Tunga

Fjaran við bæinn Ytri-Tungu er tilvalinn staður til að skoða seli. Besti tíminn til selaskoðunar er í júní og júlí.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur