Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fundum um Framtíðarsýn lokið

Markaðsstofa Vesturlands hefur ásamt öðrum markaðsstofum landshlutanna skrifað undir samstarfssamning við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála um að vinna heildstæða stefnumarkandi stjórnunaráætlun ferðamála fyrir sitt svæði eða svokallaðar DMP áætlun (Destination Managment Plan).

Áfangastaðaáætlun DMP - samstarfsverkefni um ábyrga þróun ferðamála

Markaðsstofa Vesturlands hefur ásamt öðrum markaðsstofum landshlutanna skrifað undir samstarfssamning við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála um að vinna heildstæða stefnumarkandi stjórnunaráætlun ferðamála fyrir sitt svæði eða svokallaðar DMP áætlun (Destination Managment Plan).

DMP áætlanagerð er heildstætt stefnumótunarferli þar sem litið er til stöðu, skipulags og samræmingar í þróun og stýringu þeirra þátta sem geta haft áhrif á uppbyggingu og upplifun varðandi ferðamál. Þessi vinna lýtur að greiningum á stöðu ferðamála á hverju svæði, þ.e. þörfum og þolmörkum jafnt umhverfis, samfélags, fyrirtækja og gesta auk framtíðarvæntingum varðandi greinina. Vinnan byggir á gögnum og styðst við aðrar áætlanir og verkefni sem snúa að ferðamálum á hverju svæði, s.s. skipulagsáætlunum sveitarfélaganna, landsáætlun, auðlindakorti Ferðamálastofu ofl. Auk þess sem mikið er lagt upp úr að fá heimamenn að borðinu, bæði hagaðila og almenning til að leggja sitt af mörkum í þessari vinnu, því stefnumótun ferðamála kemur öllum við.

Afurð þessa verkefnisins á að vera heildstæð áfangastaðaáætlun DMP sem hefur það að markmiði að stýra á ábyrgan hátt uppbyggingu og þróun ferðamála á Vesturlandi. Þetta er áætlun sem byggir þá á sameiginlegri sýn, stefnumótun og aðgerðaáætlun jafnt samfélagsins, skipulagsyfirvalda og hagaðila ferðaþjónustunnar, þannig að allir hafa sammælst um að stefna í sömu átt og vinna að málum saman.

Áfangastaðáætlun DMP á Vesturlandi er unnin á fjórum svæðum með samstarfi við DMP verkefnahópa sem starfa á hverju svæði þ.e.;

#1.svæði: Akranes og Hvalfjarðarsveit

#2. Svæði: Borgarbyggð og Skorradalshreppur

#3. Svæði: Snæfellsnesi – sveitarfélögin fimm

#4. Svæði: Dalabyggð

Heildar áfangastaðaáætlun DMP fyrir Vesturland verður svo unnin upp úr gögnum og vinnu frá þessum fjórum svæðum.

Unnið hefur verið að undirbúningi, söfnun gagna og gagnavinnslu auk þess sem fundað hefur verið með DMP vinnuhópum á öllum svæðum til að leita svara við spurningunum; Hvað hefur verið vel gert í ferðamálum? – og hvað má betur fara í ferðamálum?

Fundum um framtíðarsýn ferðamála er nú lokið og voru þeir ágætlega sóttir. 
Næstu fundir verða í janúar hægt er að sjá dagsetningar hér,þeir verða þeir auglýstir þegar nær dregur.

 

Borgarfjörður 

 

Snæfellsnes 

 

Dalir 

Akranes/Hvalfjörður