Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
UPPSKERUHÁTÍÐ FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Á VESTURLANDI - OPIÐ FYRIR SKRÁNINGAR
Markaðsstofa Vesturlands mun halda UPPSKERUHÁTÍÐ með samstarfsaðilum sínum og góðum gestum í Borgarnesi 17. október 2024.
Innviðir bættir í Snæfellsjökulsþjóðgarði
Mikil innviðauppbygging hefur verið að eiga sér stað í Snæfellsjökulsþjóðgarði og hefur aðstaða við Saxhól, Djúpalónssand og Svalþúfu verið bætt verulega.
Ferðaþjónustudagurinn 2024 - miðasala í fullum gangi!
Ferðaþjónustudagurinn 2024 verður haldinn í Hörpu mánudaginn 7. október undir yfirskriftinni „Álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Ráðstefnan fer fram í Silfurbergi og stendur á milli kl. 9.00 og 16.30. Að dagskrá lokinni er gestum boðið að þiggja léttar veitingar og styrkja tengslanetið.
VESTNORDEN 2024
Ferðakaupstefnan Vestnorden var haldin í Þórshöfn í Færeyjum dagana 23.-26. september. Metaðsókn var og aldrei hafa fleiri þátttakendur mætt á kaupstefnuna í Færeyjum en þar komu saman yfir 400 manns frá 26 löndum. Fulltrúar Markaðsstofu Vesturlands kynntu landshlutann ásamt fjórum ferðaþjónustufyrirtækjum af svæðinu, þ.e. Láki Tours, Hótel Borgarnes, Hótel Varmaland og Hótel Hamar.
Ætlar þú að senda umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða?
Opið fyrir umsóknir til 15. október n.k.
Ársskýrsla Markaðsstofu Vesturlands 2023
Ársskýrsla Markaðsstofu Vesturlands fyrir starfsárið 2023 hefur verið gefin út og er nú aðgengileg á vefnum.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur opnað fyrir umsóknir
Umsóknagáttin er opin frá 12.sept. – 15.okt. 2024
Seglar Vesturlands út frá leitaráhuga - Upptaka frá kynningarfundi
Markaðsstofa Vesturlands fékk fyrirtækið Datera til að vinna skýslu fyrir sig yfir leitaráhuga á Vesturlandi.
Seglar Vesturlands út frá leitaráhuga - Kynning á niðurstöðum
Markaðsstofa Vesturlands fékk fyrirtækið Datera til að vinna skýslu fyrir sig yfir leitaráhuga á Vesturlandi.
Niðurstöður verða kynnar á Teams fundi 13. september klukkan 10:00.
Fræðsla til framtíðar
Enn er rými fyrir fyrirtæki til að taka þátt í verkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar "Fræðsla til framtíðar". Stjórnendum lítilla og meðalstórra ferðaþjónustufyrirtækja (
Í stuttu máli - örþáttaröð aðgengileg á netinu
Í kjölfar menntamorgna ferðaþjónustunnar voru teknir upp stuttir örþættir þar sem málefni hvers menntamorguns voru rædd. Þessir örþættir eru nú aðgengilegir á vef hæfnisseturs.
Beint frá býli dagurinn um allt land
Beint frá býli dagurinn verður haldinn um allt land þann 18. ágúst kl. 13-16 og verður viðburður haldinn í hverjum landshluta fyrir sig í tilefni dagsins. á Vesturlandi mun Grímsstaðaket á Grímsstöðum í Reykholtsdal opna býli sitt fyrir gestum með fjölbreyttri dagskrá í samvinnu við heimavinnsluaðila og smáframleiðendur í landshlutanum.