Fosshótel Reykholt og Bjarteyjarsandur hlutu viðurkenningu CIE Tours
Bjarteyjarsandur Farm og Fosshótel Reykholt hlutu sérstaka viðurkenningu frá CIE Tours við afhendingu hvatningarverðlauna fyrirtækisins. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt á Íslandi og byggja þau á umsögnum um það bil þúsund ferðamanna, aðallega frá Bandaríkjunum, sem ferðast með CIE Tours. Þeir aðilar sem fá yfir 90% ánægju meðal viðskiptavina hljóta sérstaka viðurkenningu.