Ferðaþjónusta áfram einn af burðarásum hagkerfisins
24.09.2025
Hagstofan hefur birt nýja ferðaþjónustureikninga fyrir árið 2024.
Þar kemur fram að ferðaþjónustan heldur áfram að vera einn burðarás íslensks efnahagslífs.
Heildarútflutningstekjur greinarinnar námu tæplega 710 milljörðum króna, eða um 35 % af öllum útflutningstekjum landsins.
Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu var áætlaður 8,1 %, sem er svipað hlutfall og fyrir faraldur.
Í skýrslunni kemur jafnframt fram að áætlað er að um 27 þúsund ársstörf hafi verið unnin í ferðaþjónustu á Íslandi árið 2024, sem jafngildir um 12 % af heildarvinnumarkaði.
Þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi ferðaþjónustunnar sem útflutningsgreinar og sem atvinnustarfsemi og vinnuveitanda um land allt.