Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hvar ætlar þú að vera 12. ágúst 2026?

12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu sýnilegur víða á Vesturlandi – sjaldgæf og ógleymanleg upplifun. Nú er ekki seinna vænna að hefja heimavinnuna: kynna sér feril myrkvans, velja sér stað og undirbúa sig fyrir þennan atburð.

Horfðu til himins 12. ágúst 2025 og ímyndaðu þér augnablikið að ári: Hvar viltu vera þegar almyrkvinn verður?

Til umhugsunar:

Fyrir alla

  • Undirbúið ykkur fyrir mikla umferð á Vesturlandi 12.08.2026 og aukið álag dagana í kring.

Fyrir gesti og íbúa á Vesturlandi

  • Skoðaðu kortið og hvar þú vilt vera þegar sólmyrkvinn verður - gerðu ferðaplan.
  • Skipulegðu ferðina tímanlega, tryggðu þér gistingu og reiknaðu með mikilli umferð.
  • Mættu snemma á svæðið, gefðu þér góðan ferðatíma og njóttu dvalarinnar.

Fyrir þjónustuaðila á Vesturlandi

  • Hugið að vöru og þjónustu í tilefni dagsins (aðstaða, vörur, viðburðir, leiðsögn ofl.).
  • Gerið áætlun um opnun, mönnun, bílastæði og gestaflæði.
  • Miðlið skýrum og tímanlegum upplýsingum á heimasíðum og miðlum.

Fyrir sveitarfélög og viðbragðsaðila

  • Tryggja gott skipulag og umferðastjórnun, bílastæði, merkingar og virka upplýsingagjöf.
  • Hafa samstillta vöktun, viðbragðsáætlanir og boðleiðir á álagstímum og lykilsvæðum.
  • Tryggja aðgengi að salernum, sorphirðu og öryggismálum fyrir almenning
 

 

Kort: Andreas Dill & Sævar Helgi Bragason fyrir eclipse2026.is