Vesturland kynnt á Mid-Atlantic ferðasýningunni 2025
Mid-Atlantic ferðasýningin, sem haldin er annað hvert ár af Icelandair, fór fram í Reykjavík dagana 30 janúar til 2 febrúar og laðaði að sér fjölda ferðasöluaðila víðsvegar að úr heiminum. Sýningin er mikilvægur vettvangur fyrir íslenska ferðaþjónustu til að mynda og styrkja sambönd við samstarfsaðila víða út heiminum.