Haustfundur MAS
Starfsmenn Markaðsstofa landshlutanna (MAS) hittust á tveggja daga vinnufundi í Reykjavík í vikunni, þar sem unnið var að mörkun fyrir samstarf markaðsstofanna. Í dag starfa um tuttugu manns hjá MAS, sem vinna að eflingu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Á undanförnum árum hefur samstarfið aukist sem hefur meðal annars skilað sér í fjölmennasta viðburðinum í íslenskri ferðaþjónustu, Mannamóti Markaðsstofa landshlutanna.