Aðventuhandbók Snæfellsness er komin út
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes vill með útgáfu þessarar
aðventuhandbókar hvetja til þess að Snæfellingar njóti þess
sem í boði er á Snæfellsnesi og að jólagjafir séu keyptar í
heimabyggð. Mikið er í boði þegar leitað er eftir, bæði vörur og
þjónusta. Hér hefur öllum Snæfellingum verið boðið að kynna
sína þjónustu og afraksturinn er borinn á hvert heimili.