Ferðaþjónustudagurinn 2024 - miðasala í fullum gangi!
Ferðaþjónustudagurinn 2024 verður haldinn í Hörpu mánudaginn 7. október undir yfirskriftinni „Álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Ráðstefnan fer fram í Silfurbergi og stendur á milli kl. 9.00 og 16.30. Að dagskrá lokinni er gestum boðið að þiggja léttar veitingar og styrkja tengslanetið.