Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vestnorden kaupstefnan fór fram á Akureyri

 

Vestnorden kaupstefnan fór fram á Akureyri í síðustu viku, í 40. skipti. Þar komu saman um 550 gestir frá tæplega 30 löndum á stærsta viðburði ferðaþjónustunnar á Íslandi.

Markaðsstofa Vesturlands tók þátt á kaupstefnunni ásamt öflugum fyrirtækjum af Vesturlandi.
Kaupstefnan var afar árangursrík – þar gafst frábært tækifæri til að kynna svæðið, hitta samstarfsaðila og skapa ný tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi.

Vestnorden er samstarfsverkefni Íslands, Færeyja og Grænlands undir merkjum NATA – North Atlantic Tourism Association,
og þjónar sem mikilvægur vettvangur fyrir tengslamyndun og samstarf á milli landanna þriggja.

Næsta Vestnorden kaupstefna fer fram 22.–23. september 2026 í Nuuk, Grænlandi.