Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Mannamót Markaðsstofanna – 15. janúar í Kórnum

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna og er einn mikilvægasti kynningar- og tengslavettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni.
Mannamót skapa einstakt tækifæri fyrir fagaðila í ferðaþjónustu til að hittast, ræða tækifæri, deila hugmyndum og byggja upp sterk og varanleg tengsl.
Kaupstefnan er vettvangur þar sem fyrirtæki og fagfólk víðs vegar að af landinu koma saman og kynna vörur, þjónustu og nýjar áherslur í greininni.

Fjörutíu fyrirtæki skráð frá Vesturlandi

Þátttaka fyrirtækja frá Vesturlandi er afar sterk í ár, en alls eru 40 fyrirtæki skráð til leiks. Mannamót bjóða meðal annars upp á tækifæri til að:

  • kynnast fjölbreyttum vörum, þjónustu og hugmyndum ferðaþjónustuaðila alls staðar af landinu

  • hitta samstarfsaðila og mynda ný tengsl í óformlegu og lifandi umhverfi

  • efla tengslanetið og leggja grunn að samstarfi fyrir komandi ár

Aðgangur að Mannamótum er ókeypis fyrir gesti, en skráning er nauðsynleg til að hægt sé að áætla fjölda þátttakenda.

Staður: Kórinn, Kópavogi
Dagsetning: 15. janúar

Sjáumst á Mannamótum!
Nánar hér