Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Klasi safna, sýninga og setra á Vesturlandi formlega stofnaður

Þann 6. júní var Klasi safna, sýninga og setra formlega stofnaður að Snorrastofu í Reykholti. Stofnunin er afrakstur vinnu sem hefur verið yfirstandandi síðan árið 2019, en verkefnið hefur verið unnið af ráðgjafafyrirtækinu Creatrix.
Frá stofnun 6. júní 2023
Frá stofnun 6. júní 2023

Þann 6. júní var Klasi safna, sýninga og setra formlega stofnaður að Snorrastofu í Reykholti. Stofnunin er afrakstur vinnu sem hefur verið yfirstandandi síðan árið 2019, en verkefnið hefur verið unnið af ráðgjafafyrirtækinu Creatrix. Verkefnastjóri Creatrix er Signý Óskarsdóttir sem vann með Sigursteini Sigurðssyni, menningarfulltrúa SSV að stofnun klasans. Mótun klasans var gerð með samtölum við forstöðumenn og starfsfólk safna á Vesturlandi, en jafnframt var boðið að borðinu söfn, sýningar og setur í einkarekstri. Afraksturinn er téður klasi sem hefur nú verið stofnaður. Verkefnið um stofnun klasans var áhersluverkefni Sóknaráætlunnar Vesturlands, sem að auki hefur lagt 1,6 milljónir til verkefna klasans árið 2023.

Starfsfólki Áfangastaða- og Markaðsstofu Vesturlands hlakkar til að vinna með þessum flotta hópi að kynningu á safnaflóru Vesturlands! 

Sjá nánar um verkefnið hér á vef SSV