Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Vesturlands tók þátt í Starfamessum haustsins

Starfamessa er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands 2025. Þar er skapaður vettvangur fyrir fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir til að kynna fjölbreyttar námsleiðir, störf og framtíðartækifæri fyrir nemendur og samfélagið á Vesturlandi.

Haldnar voru þrjár Starfamessur í framhaldsskólum á Vesturlandi: í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði, Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi.

Markaðsstofa Vesturlands – Áfangastaðastofa tók þátt í öllum Starfamessunum, þar sem kynnt var starfsemi Markaðsstofu og Áfangastaðastofu, auk þess sem kynnt voru fjölbreytt störf og tækifæri til að starfa í ferðaþjónustu á Vesturlandi.

Það var virkilega gaman að hitta allt þetta unga og áhugasama fólk, segja frá starfseminni og ferðaþjónustunni. Jafnframt var ánægjulegt að sjá hversu fjölbreytt atvinnulífið á Vesturlandi er, þar sem fjölmörg fyrirtæki og stofnanir kynntu sína starfsemi.

Þetta voru frábærir og vel heppnaðir viðburðir sem gaman var að taka þátt í, og vonandi verða Starfamessurnar fastur liður í samstarfi sveitarfélaga, framhaldsskóla og atvinnulífs á Vesturlandi.