Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vel heppnaður súpufundur í Breiðinni

Fimmtudaginn 7. september bauð áfangastaða- og markaðssvið SSV, í samstarfi við Akraneskaupstað og Breið þróunarfélag upp á súpufund í nýsköpunarsetrinu Breið á Akranesi þar sem fjallað var um ferða- og menningarmál á Vesturlandi.
Líf Lárusdóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi, opnar fundinn
Líf Lárusdóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi, opnar fundinn

Áfanga- og markaðssvið SSV hélt vel heppnaðan súpufund í Breið nýsköpunarsetri þar sem farið var yfir ferða- og menningarmál á Vesturlandi. Fundurinn var öllum opinn og ágætlega sóttur af fulltrúum úr atvinnulífinu á Akranesi. 

Líf Lárusdóttir, bæjarfulltrúi hjá Akraneskaupstað opnaði fundinn og fylgdu fulltrúar áfanga- og markaðsstofu Vesturlands í kjölfarið með kynningar á hlutverki og störfum stofunnar. Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi Vesturlands, kynnti því næst menningarstarfsemi samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Fundinum lauk með spurningum úr sal og líflegum umræðum sem héldu áfram yfir rjúkandi súpunni í lok dagskrár.

Ljóst er að hugur er í fólki á Akranesi, skemmtilegar hugmyndir á lofti og spennandi tímar framundan.