Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vestnorden í Nuuk 2022

Ferðakaupstefnan Vestnorden var haldin í Nuuk í Grænlandi dagana 19-22. september.

Ferðakaupstefnan Vestnorden var haldin í 37. skipti í Nuuk í Grænlandi dagana 19.-22. september. Vestnorden er haldin árlega í einu af þremur aðildarlöndum NATA, þ.e. Íslandi, Færeyjum og Grænlandi (annað hvert ár á Íslandi). Á kaupstefnunni fá ferðaþjónustufyrirtæki frá löndunum þremur tækifæri til að kynna þjónustu sína fyrir ferðaskrifstofum allsstaðar að úr heiminum. 

Undanfarin ár hefur áhugi ferðafólks, víða um heim, á að heimsækja löndin þrjú vaxið mikið og hefur uppbygging og fjölbreytni í ferðaþjónustunni vaxið gríðarlega til að koma til móts við vaxandi eftirspurn. Vestnorden er kjörinn vettvangur til að koma saman, kynnast og stofna til nýrra viðskiptasambanda. 

Tveir fulltrúar fóru frá Markaðsstofu Vesturlands fyrir hönd landshlutans en í ár voru u.þ.b. 420 þátttakendur skráðir til leiks á ferðakaupstefnunni. 

Myndir