Vilt þú koma og vinna með okkur?
Við hjá Markaðsstofu Vesturlands (MSV) og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) leitum að skapandi, tæknisinnuðum og framsýnum verkefnastjóra til að vinna með okkur í miðlun og markaðsmálum. Þetta er spennandi tækifæri fyrir einstakling sem hefur góða þekkingu á miðlun og markaðssetningu, er fljótur að tileinka sér ný verkfæri og fylgist vel með þróun í stafrænum lausnum og samskiptamiðlum.
Starfið felur í sér verkefni fyrir SSV, MSV og áfangastaðinn Vesturland — og er því mjög fjölbreytt og spennandi. Mikill kostur er ef umsækjandi þekkir svæðið, styrkleika þess, sérstöðu svæða og þá fjölbreyttu upplifun sem Vesturland hefur að bjóða.
Hjá okkur starfar samhent og jákvætt teymi sem vinnur að fjölbreyttum og metnaðarfullum verkefnum. Ef þetta hljómar spennandi og þú getur séð þig í þessu hlutverki, þá hvetjum við þig til að sækja um. Við viljum fá til liðs við okkur öflugt fólk sem er tilbúinn að taka þátt í að byggja upp styrkleika hvers svæðis og efla sýnileika Vesturlands.