Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og
persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Suður-Bár
Boðið er upp á gistingu í smáhýsum og herbergjum. Herbergi með og án baðs í uppbúnum rúmum og morgunverður í boði. Níu holu golfvöllur Grundfirðinga er á staðnum tilboð á gistingu og golfi. Fallegt útsýni út á Breiðafjörðinn og á Snæfellsnesfjallgarðinn. Stutt niður í fjöru og góðar gönguleiðir í nágrenninu.
Ferðaþjónustan Þurranesi
Í ferðaþjónustunni í Þurranesi er boðið upp á gistingu í fjórum húsum: Þurranesi 1 og þremur sumarhúsum. Hægt er að leigja húsin í stakar nætur eða heilar vikur.  Þurranes 1 er fullkomið fyrir 10-20 manna hópa - Gamla íbúðarhúsinu í Þurranesi hefur verið breitt í 5 tveggja manna herbergi ásamt sameiginlegu baðherbergi. Nýtt hús hefur verið byggt við hlið þess, í því er eldhús, matsalur fyrir allt að 40 manns, setustofa og baðherbergi. Á efri hæð þess er rúmgott opið svefnloft með 10 rúmum. Húsin eru svo tengd saman með millibyggingu sem er rúmgóð forstofa. Boðið er upp á uppbúin rúm fyrir 20 manns.  Hægt er að tjalda eða vera með ferðavagna á túninu við húsið og á veröndinni er heitur pottur.  Þrjú sumarhús - Sumarhúsin eru 43 m2. Í þeim eru tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum og svefnloft með dýnum og tekur því hvert hús að minnsta kosti 6 manns. Í hverju húsi er baðherbergi með sturtu og í eldhúskrók er ísskápur og nauðsynleg eldhúsáhöld. Í stofunni er sjónvarp. Heitur pottur er við öll húsin. 
Hverinn
Hverinn-Sælureitur í sveitinni is a travel service offering accommodation, restaurant, camping and a small travelers store with a farmer’s market corner. Tjaldsvæðið Tjaldsvæði Hversins er skógivaxið, rólegt og fjölskylduvænt með fjölbreytta þjónustu.  Það er staðsett í fögru umhverfi mitt í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem stutt er í einstakar náttúruperlur og menningartengda staði. Tjaldsvæðið býður upp á 100 stæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, þar af eru 60 stæði með aðgangi að 3.3kw rafmagni með lekaleiða. Þjónusta sem boðið er upp á er WC, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurrkari, leiktæki, sundlaug með heitum potti  150m í burtu og seyrulosun fyrir húsbíla. Verð 2019:Fullorðnir: kr. 1.500,-Fritt fyrir 13 ára og yngriRafmagn: kr. 1.000,-Þvottavél: kr. 500,- hvert skipti Þurrkari: kr. 500,- hvert skiptiHobbitahús, gisting í litlum tjöldum inní gróðurhús: kr. 2.000,- Hobbitahús Hægt er að tjalda litlum tjöldum inni í gróðurhúsum svokölluðum “hobbitahúsum” sem eru tjaldbraggar upphitaðir með jarðhita, klæddir plasti.  Herbergi  5 x 2ja manna herbergi bjóðast til leigu en það er eldunaraðstöðu, baðherbergi og stofu deilt. Sjónvarp er í stofu og á veröndinni er heitur pottur. Einnig 3ja manna herbergi í boði með sér baðherbergi. Íbúð Hægt er að leigja 42fm íbúð með tveimur svefnherbergjum með einu rúmi í hvoru, eldhúsi og baðherbergi. Svefnsófi er í stofu og því getur íbúðin rúmað allt 4 manns í svefnplássi.  Heitir pottar og sundlaug Heitur pottur býðst aðeins gestur og sundlaug svæðisins er í 2 mínútna göngu fjarlægð.
Lækjarkot Rooms and Cottages with Kitchen
Lækjarkot herbergi og smáhýsi með eldhúsi er í 6 km fjarlægð norður af Borgarnesi. Bjóðum upp ábændagistingu samtal um 100 rúm. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í nágrenniLækjarkots. Göngustígar, Hamar golfvöllur er í innan við 3 km. Hestaleiga www.fjeldstedhestar.is er áÖlvaldstöðum 4 sími 437 1686 & 893 3886 - fjeldsted@emax.is. Sund í 6 km fjarlægð.  Gisting: Lækjarkot, eru herbergi (14) og smáhýsi (12) eru öll með eldhúsi.Smáhýsi: Tvö svefnherbergi, og stofa með eldhúsi, sturta og klósett. Svefnpláss fyrir allt að 6 mannsHerbergi: Sérinngangur, tvö rúm, smá eldhús, sturta og klósett.Lista vinnustofa: Ása Ólafsdóttir, myndlistakona sýnir eftir pöntunum - 699 0531- asa@asaola.isÞjónusta: Sængur, koddar og handklæði eru til staðar.     
Kastalinn Gistiheimili
Kastalinn býður upp á gistingu í Búðardal. Gististaðurinn stendur við svartar strendur Hvammsfjarðar og er í göngufæri við Vínlandssetur - sýning og kaffihús, Dalakot - veitingastaður, Krambúðina, Blómalind - kaffihús og blómabúð, handverkshópinn Bolla, Dalahesta - hestaleiga og margt fleira. Öll herbergi eru með ísskáp, kaffivél, katli, og ristavél, fríu WiFi og bíðastæði. Til staðar er sameiginlegt rými með eldunaraðstöðu, þvottavél og þurrkara.  Á lóðinni eru einnig að finna þrjú lítil hýsi (15m2) með sér baðherbergi, ísskáp, kaffivél, katli, brauðrist og örbylgjuofni.  Gas og kolagrill standa gestum til boða.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. 
Seljaland ferðaþjónusta
Seljaland er friðsæll bóndabær við enda Hörðudalsvegar eystri 581. Það þarf að panta gistingu og mat með fyrirvara í síma 894 2194 eða niels@seljaland.is. Við bjóðum upp á gistingu í gamla Seljalandshúsinu. Þar eru 3 svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi. Húsið er leigt út í einu lagi.  Það eru tvö stór herbergi í skála með sér baðherbergi, þar er hjónarúm og auka rúm. Það er 25 manna veitingasalur í skála sem er rekin af matreiðslumeistara og með vínveitingaleyfi.  Það er gisting í 3 smáhýsum sem deila með sér baðhúsi. Smáhýsin eru bara í boði á sumrin. Á sumrin erum við með aðstöðu fyrir hópa, svo sem ættarmót. Gott aðgengi fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og tjöld. Grillaðstaða og aðgengi að hlöðu.  Einnig erum við með til leigu nýtt 113 fermetra hús með heitum potti, Kornmúli. Það eru þrjú svefnherbergi í húsinu. Hver herbergi hefur sér baðherbergi. Það er opið rými sem er eldhús, borðstofa og stofa. Stór og mikill pallur vestan og sunnan við húsið í kringum heita pottinn.  Það er hægt að skoða fleiri myndir á heimasíðu Seljalands www.seljaland.is  

Aðrir (8)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Gistiheimilið Móar Móar 301 Akranes 655-0506
Námshestar Kúludalsá 301 Akranes 897-9070
Raufarnes Íbúðargisting Rauðanes 2 311 Borgarnes 437-1720
Höfðagata Gisting Höfðagata 11 340 Stykkishólmur 831-1806
Hellnafell Guesthouse Hellnafell 350 Grundarfjörður 693-0820
Heimagisting Skálholti 6 Skálholt 6 355 Ólafsvík 867 9407
Brimhestar Brimilsvellir 356 Snæfellsbær 436-1533