Fara í efni

Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og
persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Ferðaþjónustan Þurranesi
Í ferðaþjónustunni í Þurranesi er boðið upp á gistingu í fjórum húsum: Þurranesi 1 og þremur sumarhúsum. Hægt er að leigja sumarhúsin í stakar nætur eða heilar vikur. Eins er hægt að leigja 1 herbergi í Þurranesi 1 eða allt húsið. Þurranes 1 - gamla húsinu hefur verið breitt í 5 tveggja manna herbergi ásamt sameiginlegu baðherbergi. Nýtt hús hefur verið byggt við hlið þess, í því er eldhús, matsalur fyrir allt að 40 manns, setustofa og baðherbergi. Á efri hæð þess er rúmgott svefnloft með 10 rúmum. Húsin eru svo tengd saman með millibyggingu sem er rúmgóð forstofa. Boðið er upp á uppbúin rúm fyrir 20 manns. Hægt er að tjalda eða vera með ferðavagna á túninu við húsið og á veröndinni er heitur pottur. Þrjú sumarhús - sumarhúsin eru 43 m2. Í þeim eru tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum og svefnloft með dýnum og tekur því hvert hús að minnsta kosti 6 manns. Í hverju húsi er baðherbergi með sturtu og í eldhúskrók er ísskápur og nauðsynleg eldhúsáhöld. Í stofunni er sjónvarp. Heitur pottur er við öll húsin.
Lækjarkot rooms and cottages
Lækjarkot herbergi og smáhýsi með eldhúsi er í 6 km fjarlægð norður af Borgarnesi. Bjóðum upp ábændagistingu samtal um 100 rúm. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í nágrenniLækjarkots. Göngustígar, Hamar golfvöllur er í innan við 3 km. Hestaleiga www.fjeldstedhestar.is er áÖlvaldstöðum 4 sími 437 1686 & 893 3886 - fjeldsted@emax.is. Sund í 6 km fjarlægð.  Gisting: Lækjarkot, eru herbergi (14) og smáhýsi (12) eru öll með eldhúsi.Smáhýsi: Tvö svefnherbergi, og stofa með eldhúsi, sturta og klósett. Svefnpláss fyrir allt að 6 mannsHerbergi: Sérinngangur, tvö rúm, smá eldhús, sturta og klósett.Lista vinnustofa: Ása Ólafsdóttir, myndlistakona sýnir eftir pöntunum - 699 0531- asa@asaola.isÞjónusta: Sængur, koddar og handklæði eru til staðar.     
Hellnafell Guesthouse
Húsið er staðsett rétt fyrir utan Grundarfjörð með einstöku 360 gráðu útsýni. Meðal þess sem er í sjónmáli er okkar heimsfræga Kirkjufell og Kirkjufellsfoss. Hellnafell gistihús er 120 fm hús með 4 svefnherbergjum og góð eldhúsaðstaða með öllum helsta búnaði. Besta útsýnið á Kirkjufell er bara í bakgarðinum og húsið er aðeins nokkrum metrum frá sjónum. Frábært að sitja úti og njóta útsýnisins og þegar norðurljósin eru þá geta engin orð lýst tilfinningunni
Hömluholt ehf.
Hömluholt Hrossarækt og ferðaþjónusta. Hömluholt er á sunnaverðu Snæfellsnesi, við Hafursfell,  54 km frá Borgarnesi, 75 km frá Reykjavík og  600m frá Snæfellsnesvegi, nr. 54  en  5 mínanda reiðleið er á Löngnufjörur frá Hömluholti. Hús 1. Húsið er með setustofu með eldunaraðstöðu, gang, klósetti, sturtu og tveggja manna  herbergi á neðri  hæðinni.  Á efir hæðinni  er svefnloft  með þremur rúnum.  Einnig herbergi með 3 rúmum. Úr húsinu er gott útsýni upp til fjalla og niður á Löngufjörur.  Afþreying. Í boði eru stuttar hestaferðir í næsta nágrenni, t.d. 1 til 3 klukkustunda reiðtúr meðfram ströndinni á gulum sandi, með möguleika að sjá seli og fjölskrúðugt fuglalíf Löngufjaranna. Hús 2. Húsið er á einni hæð með setustofu, eldunaraðstöðu, sturtu og klósett. Einnig svefnsófi fyrir tvo í setustofu. Þá er tveggja manna rúm í svefnherbergi, tvö  önnur herbergi með einu rúmi og tveimur kojum fyrir tvo í hvoru herbergi. Úr húsinu er gott útsýni upp til fjalla og niður á Löngufjörur.  Afþreying. Í boði eru stuttar hestaferðir í næsta nágrenni, t.d. 1 til 3 klukkustunda reiðtúr meðfram ströndinni á gulum sandi, með möguleika að sjá seli og fjölskrúðugt fuglalíf Löngufjaranna. Kynningarmyndband: http://homluholt.is/2016/08/17/homluholt-i-odru-sjonarhorni/
Suður-Bár
Boðið er upp á gistingu í smáhýsum og herbergjum. Herbergi með og án baðs í uppbúnum rúmum og morgunverður í boði. Níu holu golfvöllur Grundfirðinga er á staðnum tilboð á gistingu og golfi. Fallegt útsýni út á Breiðafjörðinn og á Snæfellsnesfjallgarðinn. Stutt niður í fjöru og góðar gönguleiðir í nágrenninu.
Hverinn
Hverinn-Sælureitur í sveitinni is a travel service offering accommodation, restaurant, camping and a small travelers store with a farmer’s market corner. Tjaldsvæðið Tjaldsvæði Hversins er skógivaxið, rólegt og fjölskylduvænt með fjölbreytta þjónustu.  Það er staðsett í fögru umhverfi mitt í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem stutt er í einstakar náttúruperlur og menningartengda staði. Tjaldsvæðið býður upp á 100 stæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, þar af eru 60 stæði með aðgangi að 3.3kw rafmagni með lekaleiða. Þjónusta sem boðið er upp á er WC, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurrkari, leiktæki, sundlaug með heitum potti  150m í burtu og seyrulosun fyrir húsbíla. Verð 2019:Fullorðnir: kr. 1.500,-Fritt fyrir 13 ára og yngriRafmagn: kr. 1.000,-Þvottavél: kr. 500,- hvert skipti Þurrkari: kr. 500,- hvert skiptiHobbitahús, gisting í litlum tjöldum inní gróðurhús: kr. 2.000,- Hobbitahús Hægt er að tjalda litlum tjöldum inni í gróðurhúsum svokölluðum “hobbitahúsum” sem eru tjaldbraggar upphitaðir með jarðhita, klæddir plasti.  Herbergi  5 x 2ja manna herbergi bjóðast til leigu en það er eldunaraðstöðu, baðherbergi og stofu deilt. Sjónvarp er í stofu og á veröndinni er heitur pottur. Einnig 3ja manna herbergi í boði með sér baðherbergi. Íbúð Hægt er að leigja 42fm íbúð með tveimur svefnherbergjum með einu rúmi í hvoru, eldhúsi og baðherbergi. Svefnsófi er í stofu og því getur íbúðin rúmað allt 4 manns í svefnplássi.  Heitir pottar og sundlaug Heitur pottur býðst aðeins gestur og sundlaug svæðisins er í 2 mínútna göngu fjarlægð.
Kastalinn Gistiheimili
Þessi gististaður er í 1 mínútu göngufæri frá ströndinni. Kastalinn Gistiheimili býður upp á gistirými í Búðardal. Ókeypis einkabílastæði eru í boði á staðnum.Herbergin eru með kaffivél og hraðsuðuketil og með sameiginleg baðherbergi með sturtu. Eldunaraðstaða og þvottavél. Gistiheimilið býður upp á Wi-Fi hvarvetna á gististaðnum.Boðið er upp á alhliða móttökuþjónustu á gististaðnum. Á lóð Kastalans eru þrjú lítil hús (15fm) með baðherbergi til útleigu. Þar er ísskápur, kaffivél, ketill, brauðrist og örbylgjuofn.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Seljaland ferðaþjónusta
Seljaland í Hörðudal er tilvalinn staður fyrir litla hópa. Þarf að panta með fyrirvara með því að hringja í síma 434 1116 / 894 2194 eða senda tölvupóst á seljaland@seljaland.is Aðstaðan er: Þrjú smáhús þar sem 2 geta sofið í hverju. Íbúar smáhýsanna nýta sameiginlega hreinlætisaðstöðu sem er í tveim  sérstökum smáhýsum. Hreinlætisðastaðan deilist með tjaldsvæði. Fjárhúsin hafa verið endurbyggð að hluta og þar útbúin skáli með tveim stórum herbergjum þar sem 2-3 geta gist. Þar er einnig lítill veitingastaður með vínveitngaleyfi sem tekur 20-25 manns í sæti. Séu lítil ættarmót eða  hópar með gistiaðstöðuna og tjaldstæðið geta þeir matast í hlöðunni sé vont veður. Það eru kola og gasgrill á staðnum. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Höfðagata Gisting
Hlýleg og notaleg gistiaðstaða á besta stað í jaðri gamla bæjarins. Húsið stendur uppi á hæð þaðan sem gott útsýni er yfir hluta bæjarins, út á Breiðafjörð og til fjalla. Stutt er í alla þjónustu svo sem veitingastaði, kaffihús, verslanir, golfvöll, söfn og sundlaug. Í húsinu eru  fimm  björt, notaleg og vel búin tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum og handklæðum. Eitt herbergið er með sérbaðherbergi með sturtu. Önnur herbergi hafa aðgang að tveimur sameiginlegum baðherbergjum með sturtu.  Í stærri herbergin er hægt að setja 1-2 aukarúm,  uppábúin  með handklæðum.  Uppábúið barnarúm er hægt að fá endurgjaldslaust  (börn ca. 0-2 ára). Í húsinu er rúmgóð og notaleg setustofa með sjónvarpi og borðstofu til sameiginlegra afnota fyrir gesti. Úr setustofu er gengið út í garð þar sem er grill og heitur pottur. Ekki er boðið upp á morgunverð en gestum okkar er velkomið að nota aðstöðuna til að útbúa sinn eigin morgunverð. Ókeypis þráðlaust netsamband.

Aðrir (8)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Námshestar Kúludalsá 301 Akranes 897-9070
Gistiheimilið Móar Móar 301 Akranes 655-0506
Raufarnes Íbúðargisting Rauðanes 2 311 Borgarnes 437-1720
Heimagisting Ölmu Sundabakki 12 340 Stykkishólmur 438-1435
Snoppa Íbúðagisting Grundargata 18 n.h. 350 Grundarfjörður 897-6194
Heimagisting Skálholti 6 Skálholt 6 355 Ólafsvík 867 9407
Brimhestar Brimilsvellir 356 Snæfellsbær 436-1533