Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Mörg gistiheimili, einfaldari hótel, farfuglaheimili og aðilar sem reka
bændagistingu, bjóða upp á svefnpokapláss, en það er ódýrara en uppábúið rúm.

Fossatún Poddar
Gisting í podda er hentug lausn fyrir gesti sem leita að góðri grunngistingu og sanngjörnu verði. Poddarnir eru einangraðir, upphitaðir og í hverjum podda er lítill kæliskápur. Aðgengi er að vel útbúnu eldhúsi, kolagrilli og hreinlætisaðstöðu, baðherbergjum, sturtum, skiptiklefum og heitum pottum. Fallegt umhverfi, Tröllagarðurinn, áhugaverðar gönguleiðir ásamt svo miðlægri staðsetningu á Vesturlandi eru tilvaldar ástæður til að heimsækja Fossatún og dvelja þar og/eða fara þaðan í dagsferðir í allar áttir.  Poddarnir í Fossatúni eru svefnpokapláss en lak er á hverju rúmi. Hægt er að leigja rúmfatapakka með: sæng, kodda, rúmfötum og handklæði. Morgunmatur er ekki innifalinn í poddagistingu - en gott og hagstætt morgunverðarhlaðborð er á veitingastaðnum.  Aldurstakmark er 20.  Sólarlagsbústaðurinn Tveggja herbergja, 42m2 hús, 150 m frá móttökunni. Leigt út sem ein eining. Einstakt útsýni í miðjum Borgarfirði: nærumhverfi Blundsvatns, fjallahringurinn frábæri og Snæfellsjökull við sjóndeildarhringinn.  Sólalagsbústaðurinn hefur 2 uppá búin herbergi, annað með hjónarúmi en hitt með einstaklingsrúmum sem hægt er að færa saman. Að auki er seturými, baðherbergi, eldhúsaðstaða og útigrill.  Frábær aðbúnaður fyrir dásamlega dvöl og aðgengi að heitum pottum. Ókeypis þráðlaust net er innifalið. Reyklaust hús og 20 ára aldurstakmark. 
Seljaland ferðaþjónusta
Seljaland er friðsæll bóndabær við enda Hörðudalsvegar eystri 581. Það þarf að panta gistingu og mat með fyrirvara í síma 894 2194 eða niels@seljaland.is. Við bjóðum upp á gistingu í gamla Seljalandshúsinu. Þar eru 3 svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi. Húsið er leigt út í einu lagi.  Það eru tvö stór herbergi í skála með sér baðherbergi, þar er hjónarúm og auka rúm. Það er 25 manna veitingasalur í skála sem er rekin af matreiðslumeistara og með vínveitingaleyfi.  Það er gisting í 3 smáhýsum sem deila með sér baðhúsi. Smáhýsin eru bara í boði á sumrin. Á sumrin erum við með aðstöðu fyrir hópa, svo sem ættarmót. Gott aðgengi fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og tjöld. Grillaðstaða og aðgengi að hlöðu.  Einnig erum við með til leigu nýtt 113 fermetra hús með heitum potti, Kornmúli. Það eru þrjú svefnherbergi í húsinu. Hver herbergi hefur sér baðherbergi. Það er opið rými sem er eldhús, borðstofa og stofa. Stór og mikill pallur vestan og sunnan við húsið í kringum heita pottinn.  Það er hægt að skoða fleiri myndir á heimasíðu Seljalands www.seljaland.is  

Aðrir (1)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700