Fara í efni

Langaholt

- Veitingahús

Á Langaholti er rekinn metnaðarfullur veitingastaður sem er öllum opinn. Fyrirfram valinn matseðill eða sértækar lausnir í boði fyrir hópa eftir samkomulagi. Erum opin fyrir séróskum og óhefðbundnum útfærslum.

Við leggjum aðaláherslu á sjávarfang af Snæfellsnesi og erum stolt af þeim fjölda rétta sem við fullvinnum í eldhúsi okkar og þeim kræsingum sem fæst af nægtarborði náttúrunnar á hverjum tíma.

Veitingasalurinn tekur 60 manns í sæti, einnig er lítill hliðarsalur með kaffiborðum og sæti fyrir um 20 manns.

ATH: Við viljum gjarnan fá upplýsingar varðandi grænmetisfæði eða fæðuofnæmi við komu eða áður en pantað er.

Í eldhúsinu bökum við öll okkar brauð, gerum okkar eigin sultur og marmelaði og megnið af álegginu á morgunverðarborði er heimagert. Sama má segja um súpur, sósur og eftirrétti. Veitingastaðurinn hefur náð að marka sér nokkra sérstöðu með skemmtilegri nálgun á staðbundið hráefni og hefur þeirri viðleitni verið vel tekið meðal gesta.

Morgunverðarhlaðborðið er opið milli klukkan 8:00 og 10:00.
Ef sér óskir eru um morgunmat fyrir klukkan 8:00 vinsamlegast hafið samband við starfsmann í afgreiðslu.

Við bjóðum uppá kvöldverðahlaðborð daglega frá 19:00 – 20:30.

Verð á mann 7.300 kr.

Sérgrein okkar er sjávarfang. Við njótum þess hvað byggðin undir jökli á gjöful fiskimið svo nálægt landi og fáum við allan okkar fisk beint frá vinum okkar á fiskmarkaðnum eða við skipshlið.

Fisktegundir í boði ákvarðast af því hvaða afli berst að landi á Snæfellsnesi hverju sinni.

Hótel Langaholt

Hótel Langaholt

Langaholt er staðsett miðsvæðis á sunnanverðu Snæfellsnesi, við bæinn Garða í sveit þeirri er áður hét Staðarsveit en er núna hluti Snæfellsbæjar. Svæ

Aðrir (3)

Gistiheimilið Hof Hofgarðar 356 Snæfellsbær 8463897
Healing Moon Tvíoddi 356 Snæfellsbær 6998523
Nátthagi Lýsudalur 356 Snæfellsbær 895-8987