Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gömlu íslensku jólafólin - Skemmunni Hvanneyri

25. nóvember kl. 20:00-21:30

Viðburður - Skemman Hvanneyri.
🕚Klukkan? 20:00.
☕️Heitt á könnunni og kruðerí.

Á þessum tíma árs herja þjóðþekktir ræningjar á íslenska bændur og gera sér að góðu afurðir eða búfénað þeirra. Betur þekktir sem JÓLASVEINARNIR! Við þjófstörtum jólagleðinni á Hvanneyri með því að fá til okkar feðgin sem ætla að segja okkur frá fleiri fólum tengdum hinum alræmdu sveinkum.

Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingar á Ströndum rifja upp næstum því gleymdar sögur um íslensku jólafólin. Flestir þekkja gamlar og ljótar sögur um Grýlu sem var hryllileg mannæta og jólasveinana sem forðum voru til vandræða hvar sem þeir komu. Sumir í fjölskyldunni eru samt að mestu gleymdir eins og fyrri eiginmenn Grýlu og jólasveinar eins og Lungnaskvettir, Flórsleikir eða Flotnös.

Sagt verður frá óhugnanlegum sögum og þjóðtrú um Grýlu og hennar hyski. Sumt af því hentar varla mjög ungum börnum eða viðkvæmum sálum, en öll sem þora eru hjartanlega velkomin!
Þau feðgin eru einnig að gefa út bók um efnið núna fyrir jólin sem ber yfirskriftina Gömlu íslensku jólafólin: fróðleikur og ljótar sögur, og verða með hana með sér.
Hvanneyri, 311 Borgarbyggð, Ísland

GPS punktar

N64° 33' 48.016" W21° 45' 57.925"

Staðsetning

Skemman Hvanneyri