Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Jólabókaflóð í Grundarfirði

26. nóvember

Rithöfundakvöld í Grundarfirði – 26. nóvember kl. 17

Skólabókasafnið og Grunnskóli Grundarfjarðar, í samstarfi við leshópinn Köttur úti í mýri, bjóða fjóra frábæra rithöfunda í heimsókn: Kára Valtýsson, Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, Gunnar Theodór Eggertsson og Gunnar Helgason. Nemendur munu stíga á svið og spjalla við höfundana um bækur og lífið, og rithöfundarnir lesa upp úr verkum sínum. Bækur verða til sölu og hægt að fá þær áritaðar.

Katrín Lilja Jónsdóttir frá Lestrarklefanum.is stýrir dagskránni. Á veggjum verða sýndar yfir þrjátíu bókaumsagnir eftir grunnskólabörn – kjörin innblástur fyrir bókajólagjafir.

Veitingasala í hléi (styrkir 9. bekk). Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

GPS punktar

N64° 55' 31.036" W23° 15' 36.420"

Staðsetning

Samkomuhúsið Grundarfirði