Top Destinations

Fossar
Hraunfossar
Ein fegursta náttúruperla landsins. Ótal fossar spretta úr jaðri Hallmundarhrauns og falla í Hvítá. Hraunfossar, Barnafoss og næsta nágrenni voru friðlýst 1987. Bílastæði eru við Hraunfossa og þaðan er örstutt gönguleið að útsýnispalli þaðan sem fossarnir sjást vel. Einnig er brú yfir ánna þar sem ganga má yfir í hraunið. Veitingastaður og minjagripaverslun er skömmu frá bílastæðinu.
Fossar á Vesturlandi

Náttúran
Kirkjufell
Kirkjufell er mest myndaða fjall Íslands og þykir vinsælt að ná mynd af fjallinu með Kirkjufellsfossinn í forgrunni. Fjallið er 463 m og myndast vel frá þéttbýlinu og frá ströndinni og sjónum allt í kringum fjörðinn.
Náttúrustaðir

Náttúran
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Heillandi náttúra og merkar sögulegar minjar urðu til þess að Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður 28. júní 2001. Markmiðið er að auðvelda fólki að ferðast um svæðið og kynnast því. Hann er fyrsti þjóðgarður á Íslandi sem nær í sjó fram. Sérstaða þjóðgarðsins felst í nálægðinni við sjóinn og samspili mannlífs og náttúru. Þjóðgarðar eru þjóðareign og er öllum frjálst að fara um þá, samkvæmt þeim reglum sem um þá gilda.
Þjóðgarðsvörður sér um daglegan rekstur þjóðgarðsins í umboði Umhverfisstofnunar. Yfir sumarmánuðina starfa þar landverðir við fræðslu, upplýsingagjöf, eftirlit og umhirðu. Skipulagðar gönguferðir eru nokkrum sinnum í viku. Gestir eru hvattir til að leita upplýsinga og fræðslu hjá starfsfólki þjóðgarðsins.
Lesa meira

Heitar náttúrulaugar
Deildartunguhver
Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu en hann er einnig líkt og Kleppjárnsreykjahver samheiti á nokkrum hverum sem í heildina ná yfir um 50 m svæði. Úr hverunum koma 180 l af u.þ.b. 100° heitu vatni á sekúndu og er mesta uppstreymið undan 5 m háum leirbakka sem nefndur er ýmist Hverahóll eða Laugarhóll. Hverinn er nálægt bænum Deildartungu og dregur nafn af honum. Hann er friðaður. Vatni úr hvernum er dælt til Borgarness og Akraness.
Náttúrulaugar á Vesturlandi

Fossar
Glymur
Fossinn Glymur er í Botnsdal, innst í Hvalfirði. Glymur er hæsti aðgengilegi foss Íslands en fallhæð hans er 198 metrar. Botnsdalur er að stórum hluta skógi vaxinn og víða er þar að finna friðsælar lautir til lautaferðar eða afslöppunar. Þar eru einnig berjaríkt síðsumars og fram eftir hausti.
Fossar á Vesturlandi

Náttúran
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull á Snæfellsnesi með frægustu jöklum á Íslandi og hefur oft verið kallaður konungur íslenskra fjalla. Hann er í röð formfegurstu jökla á Íslandi,1446 m hár og sést víða að. Margir njóta fegurðar hans í fallegu sólsetri.
Lesa meira