Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Snorrastofa Reykholti

Reykholt í Borgarfirði er einn sögufrægasti staður landsins. Þar er eitt elsta mannvirki á Íslandi, Snorralaug.

Snorrastofa var reist til minningar um Snorra Sturluson og einstæð verk hans. Stofnunin vinnur að rannsóknum í miðaldafræðum og sögu Borgarfjarðar og miðlar þekkingu með sýningum, ýmsum viðburðum, ráðstefnuhaldi og bókaútgáfu. Einnig er þar safnabúð með íslensku handverki, listmunum og bókum um sagnfræði og bókmenntir.

Gamla kirkjan í Reykholti var reist 1885-86 og var í notkun sem sóknarkirkja til 1996. Hún tilheyrir nú húsasafni Þjóðminjasafns Íslands sem annast viðgerð hennar. Snorrastofa sér um gömlu kirkjuna á vegum Þjóðminjasafns, en hún er opin gestum staðarins.

Nýja kirkjan í Reykholti var vigð 28. júli 1996. Hún er rómuð fyrir góðan hljómburð og eru þar haldnir tónleikar allt árið. Hápunktur tónleikahalds er Reykholtshátið, sem haldin er í lok júli ár hvert.

Í Snorrastofu er gestahúsnæði fyrir gesti Snorrastofu og Reykholtskirkju og aðstaða fyrir ráðstefnur og mannamót. Snorrastofa er einnig svæðismiðstöð fyrir upplysingar um næsta nágrenni.
Opið: Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar:
1. maí - 31. ágúst: 10:00-17:00 10:00-17:00 10:00-17:00
1. september - 30. apríl: 10:00-17:00 Lokað Lokað
Opið eftir samkomulagi um helgar yfir veturinn.
Snorrastofa Reykholti

Snorrastofa Reykholti

Reykholt í Borgarfirði er einn sögufrægasti staður landsins. Þar er eitt elsta mannvirki á Íslandi, Snorralaug. Snorrastofa var reist til minningar um
Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði er lítið þorp og einn merkasti sögustaður landsins. Líkast frægast vegna búsetu Snorra Sturlusonar. Í Reykholti er ýmislegt að
Snorralaug

Snorralaug

Snorralaug er forn, friðlýst laug, kennd við Snorra þótt Landnáma segi að á staðnum hafi verið laug frá árinu 960. Vatni er veitt í laugina um lokaðan
Fosshótel Reykholt

Fosshótel Reykholt

Fosshótel Reykholt er rómantískt hótel í Borgarfirði og býður upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi og aðrar uppákomur. Fosshótel Reykholt
Kópareykir-Sumarhús

Kópareykir-Sumarhús

Kópareykir er sauðfjár- og hrossabú í nágrenni Reykholts. Við bjóðum upp á gistingu fyrir 1-5 manns í sumarhúsi með 2 svefnherbergjum, baðherbergi (m/
Gistihúsið Steindórsstöðum

Gistihúsið Steindórsstöðum

Gisting í eldra íbúðarhúsi á bænum sem var endurbyggt 2010 áður en gistihúsið opnaði. Gestgjafar eru Guðfinna og Þórarinn. Við höfum búið hér síðan 19
Rauðsgil gönguleið

Rauðsgil gönguleið

Rauðsgil í Borgarfirði er á mörkum Hálsasveitar og Reykholtsdalshrepps en gilið er dýpst neðst en það nær frá 60 til 70 m dýpi en grynnist þegar ofar
Sturlureykir Horse Farm

Sturlureykir Horse Farm

Hestarnir á Sturlureykjum taka vel á móti gestum og elska alla athygli enda eru þeir partur af fjölskyldunni, fædd að Sturlureykjum, ræktuð, tamin og

Aðrir (2)

Golfklúbburinn Skrifla Nes, Reykholtsdal 311 Borgarnes 435-1472
Grímsstaðir 2 Grímsstaðir 2 320 Reykholt í Borgarfirði 858-2133