Bæir og þorp
Fjölmennasti þéttbýliskjarni Vesturlands er Akranes með u.þ.b. 7.500 íbúa. Flestir bæir í landshlutanum liggja við sjávarsíðuna þar sem aðalatvinnuvegir hafa þróast í kringum sjósókn og útgerð á meðan aðrir hafa byggst upp á þjónustu við landbúnaðinn eða vegna öflugra skóla á svæðinu. Í dag leggja bæjarfélögin æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónstu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði.