Fara í efni

Reykholt

Reykholt í Borgarfirði er lítið þorp og einn merkasti sögustaður landsins. Líkast frægast vegna búsetu Snorra Sturlusonar 1206-1241, eins nafnkunnasta höfundar, skálds og fræðimanns landsins. Í Reykholti er ýmislegt að skoða og uppgötva fyrir ferðalanga hvort sem áhugi er á sögu, útivist, fornminjum, mat og drykk eða tónlist. 

Snorralaug í Reykholti er forn, friðlýst laug, kennd við Snorra þótt Landnáma segi að á staðnum hafi verið laug frá árinu 960. Vatni er veitt í laugina um lokaðan stokk úr hvernum Skriflu. Við Snorralaug eru varðveitt, að hluta, hlaðin jarðgöng sem að líkindum hafa legið til bæjar Snorra og verið flóttaleið á tímum hans. Töluverður jarðhiti í Reykholti, eins og nafnið ber með sér, sem m.a. er nýttur til húshitunnar og gróðurhúsaræktunar.

Kirkjur hafa staðið í Reykholti frá upphafi kristni. Þar eru nú tvær kirkjur. Sú eldri er timburkirkja. Við endurbætur á henni var tekið var mið af upprunalegri gerð kirkjunnar. Meðal annars þurfti að lyfta kirkjunni af grunni sínum til þess að hægt væri að laga undirstöðurnar. Predikunarstóllinn er jafngamall kirkjunni og var orgelið keypt til kirkjunnar frá Vesturheimi árið 1901. Kirkjan er öllum opin.  

Uppbygging nýrrar kirkju, með áföstu Snorrasafni og fræðasetri, hófst 1988 og lauk með vígslu árið 1996. Kirkjan þykir afburðagóð til hljómleikahalds af ýmsum toga og er öflugt tónlistarlíf í kirkjunni, m.a. Reykholtshátíð sem haldin er í lok júlí ár hvert.  

Reykholtsskógur er skemmtilegt útivistarsvæði með mörgum stígum. Í skóginum má finna ber og sveppi, fallega flóru og vísir að merktu trjásafni. Forn þjóðleið liggur meðfram og í gegnum skóginn.  

Höskuldargerði, hlaðið úr grjóti og söðlabúr með torfþaki, var gert fyrir ríðandi umferð á staðinn. Tilvalið er fyrir gesti Reykholtsstaðar að ganga um skóginn og njóta kyrrðar og útvistar á sögustað. 

Snorrastofa í Reykholti býður upp á sýningar, leiðsögn og fyrirlestra. Fosshótel er rekið í Reykholti