Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Afmælishátíð Tinnu í Bíóhöllinni á Akranesi

17. maí kl. 20:00

Upplýsingar um verð

3000
TeamTinna styrkti Kraft í febrúar, við styrktum 3 einstaklinga í okkar nærsamfélagi rétt fyrir páskahátíðina í mars, við ætlum að veita 2 styrki núna í maí og ætlum að halda áfram að safna og hafa gaman.
Næst á dagskrá eru Sing-a-long tónleikar með Guðrúnu Árnýju í Bíóhöllinni - Miðaverð er 3000,-
Það eru enn til lausir miðar 🙂
(hægt að panta hér: https://teamtinna.is/afmaelishatid/)
 
TeamTinna eru félagasamtök til heiðurs Tinnu Óskar Grímarsdóttur. Þau voru stofnuð af hennar nánustu í maí 2023 og varð heimasíða félagsins opinberlega opnuð á afmælisdag Tinnu, 19. maí. Markmið félagsins er að halda minningu Tinnu á lofti og hafa hennar gildi að leiðarljósi. Haldnir verða skemmtilegir viðburðir í hennar anda þar sem safnað verður fyrir góðgerðamálum sem voru Tinnu kær. Félagið mun einnig halda áfram að styrkja samfélag Tinnu, Akranes, með ýmsum leiðum og dreifa gleði, jákvæðni og náungakærleik.

Minning Tinnu lifir ♥

GPS punktar

N64° 18' 53.523" W22° 5' 31.846"

Staðsetning

Bíóhöllin Akranesi