Fara í efni

Ef ég væri tígrisdýr

4. júlí kl. 13:00-15:00

Ef ég væri tígrisdýr er nýtt leikverk eftir leikhópinn Flækju. Sýningin hentar börnum á öllum aldri. Sýningin fjallar um Láru, 8 ára stelpu sem elskar kattardýr og er gædd öflugu ímyndunarafli. Á hverju kvöldi þegar foreldrar hennar eru sofnaðir fer hún í ferðalag um heiminn með ímyndunaraflið að vopni. Komiði með henni í ferðalag og hittið fyrir snjóhlébarða á toppi Everest, Bengaltígur djúpt í iðrum frumskógarins og górillu í háloftunum. Höfundur: Leikhópurinn Flækja Leikstjórn: Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir Leikari: Sigríður Ásta Olgeirsdóttir Tónlist: Áslaug María Dungal Tæknimaður: Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir ATH: Sýningin er sýnd bæði klukkan 13:00 og 15:00.

 

Staðsetning

félagsmiðstöðin Óðal