Upplýsingar um verð
3900
Írska söngsveitin SYSTIR er hluti af kórnum ANÚNA Collective sem er ein af eftirsóttustu söngveitum Írlands á alþjóða vettvangi.
SYSTIR kemur nú í fyrsta sinn til Íslands og þær halda tónleika í Hannesarholti, í Hallgrímskirkju í Saurbæ og í Hörpuhorni. Einnig koma þær við í Vitanum á Akranesi og syngja í messu í Víðistaðakirkju.
Aðgangseyrir í Hallgrímskirkju í Saurbæ er kr. 3.900 og er miðasala við innganginn.
Listrænn stjórnandi SYSTIR er Michael McGlynn, tónskáld og söngvari.
Meðlimir Systir eru: Ash McGlynn, Caitríona Sherlock, Judith Lyons, Lauren McGlynn, Lorna Breen, Sara Weeda, Sara Di Bella, Sorcha Fenlon, Sigrid Algesten, Cian O’Donnell og Andrew Boushell, gítarleikari.
Í lagavali sínu leitast SYSTIR við að draga fram hina fjölbreyttu liti og blæbrigði kvenraddarinnar. Tónlist þeirra er blanda af nútíma söng- og hljóðfæratækni og fornri írskri tónlistarhefð. SYSTIR sækir innblástur í hinar gleymdu sönghefðir Evrópu, einkum sean-nós, sem mætti kalla „írskan rímnasöng.“ Þær flytja gjarnan á sömu tónleikum miðalda söngperlur og popplög í eigin útsetningum, s.s.lög eftir Janelle Monáe og Cranberries. Á síðasta ári fór SYSTIR í tónleikaferðalag til Ítalíu og Japan og hljóðrituðu plötu sem kemur út í vor.