Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin á Jólagleði á Hvanneyri laugardaginn 30. nóvember næstkomandi frá kl 13:00 - 17:00.
Gamla Hvanneyrartorfan verður í hátíðarbúningi og notaleg og hlýleg jólastemning verður fyrir alla fjölskylduna. Nánari dagskrá er væntanleg þegar nær dregur en meðal annars verður opið hús hjá slökkviliði Borgarbyggðar, jólasveinar kíkja í heimsókn, markaður verður með vörur beint frá býli, jólatré verða til sölu og kaffisala verður á vegum Kvenfélagsins 19. júní.
Jólagleði á Hvanneyri er tveggja daga viðburður sem hefst formlega á hinu árlega jólabingói Kvenfélagsins 19. júní föstudagskvöldið 29. nóvember. Þar verða glæsilegir vinningar að vanda og allur ágóði rennur til góðgerðar- og líknarmála innan héraðs, sjá nánar hér: https://www.facebook.com/events/7943485082423434
Við hlökkum til að sjá ykkur dagana 29. - 30. nóvember í jólaskapi á Hvanneyri